Peningamál - 01.11.2000, Síða 67

Peningamál - 01.11.2000, Síða 67
66 PENINGAMÁL 2000/4 borið við 10,6% árið 1997. Aukin verðbólga, lítið atvinnuleysi og mikill framleiðnivöxtur í hávaxtar- greinum munu á næstu árum líklega þrýsta upp launum á öllum sviðum og leiða til þess að verðlag heimavöru hækkar gagnvart verðlagi samkeppnis- vöru. Innflutningur vinnuafls, sem hefur verið veru- legur á undanförnum árum, kann þó að létta á þrýst- ingnum. Felur verðbólguuppsveiflan í sér hættu fyrir mynt- bandalagið? Því hefur verið haldið fram að verðbólguuppsveiflan á Írlandi sýni alvarlega bresti í gerð myntbanda- lagsins, sem jafnvel feli í sér hættu á upplausn þess. Engin hætta er þó á að tímabundið meiri verðbólga á Írlandi en í öðrum evrulöndum leiði til þess að verðbólgan fari varanlega úr böndum. Ástæðan er hin sama og ástæða þess að Írar þurfa nú tímabundið að búa við meiri verðbólgu en í öðrum löndum mynt- bandalagsins. Þar sem Írar hafa ekki sjálfstæðan gjaldmiðil er engin hætta á að tímabundin verðbólgu- uppsveifla og raungengishækkun grafi undan gengi gjaldmiðilsins og gengislækkun ýti undir áfram- haldandi verðbólgu. Þar sem gengislækkun írska pundsins gagnvart evru er ekki möguleg mun verð- bólga að endingu hjaðna vegna aukinnar samkeppni frá öðrum löndum myntbandalagsins eftir því sem hlutfallslegt verðlag á Írlandi gagnvart öðrum evru- löndum hækkar. Jafnframt mun rýrnandi sam- keppnisstaða að endingu draga úr ofþenslu. Þar að auki eru ytri ástæður verðbólgunnar að verulegu leyti tímabundnar. Vextir á evrusvæðinu eru nú á uppleið og þess að vænta að gengi evrunnar, sem hefur verið lágt sökum meiri hagvaxtar og hærri vaxta í Banda- ríkjunum en á evrusvæðinu, muni styrkjast er fram líða stundir. Áhrif skattahækkunar á tóbak eru einnig tímabundin. Þótt ekki sé ástæða til að ætla að verðbólgan á Írlandi nú feli í sér alvarlega langtímaógnun við stöðugleika efnahagsmála á Írlandi eða í myntbanda- laginu gæti mjög ör hækkun verðlags umfram verð- lag í myntbandalaginu valdið ákveðnum skamm- tímaerfiðleikum á Írlandi. Hækki verðlag meira en samrýmist langtímajafnvægi mun það leiða til óhag- stæðrar samkeppnisstöðu og draga tímabundið óæskilega mikið úr hagvexti. Til þessa hefur lækkun evrunnar hins vegar gert meira en vega á móti hækk- un verðlags. Ör vöxtur útflutnings bendir enda til þess að langt sé þangað til að versnandi samkeppnis- staða kæfi þann öra hagvöxt sem ríkt hefur undan- farin ár. Sú staðreynd að afgangur verður á viðskipta- jöfnuði á þessu ári, að rekstur hins opinbera hefur skilað álitlegum afgangi undanfarin ár og að sparn- aður heimilanna er umtalsverður bendir ekki til þess að þjóðarbúskapur Íra sé, a.m.k. ennþá, svo alvarlega genginn úr jafnvægi að búast megi við snörpum afturkippi á næstunni. Hitt er annað mál, að sennilega mun hvort eð er draga úr hagvexti á næstu árum eftir því sem bilið minnkar milli Írlands og þeirra ríkja myntbandalagsins sem fremst standa. Hættan á skyndilegum afturkippi tengist einkum því að þær tímabundnu aðstæður sem nú kynda undir verðbólgu og öflugum hagvexti breytist snögglega. Hækki t.d. gengi evrunnar mjög hratt gagnvart Bandaríkjadal og bresku pundi gæti samkeppnisstaða Írlands versnað verulega umfram önnur evrulönd, vegna hlutdeildar nefndra landa í írskum utanríkis- viðskiptum og undangenginnar verðlagshækkunar. Fjármálakerfi Írlands stendur traustum fótum en eignaverðbólga og ör útlánavöxtur fela í sér lang- tímaáhættu. Þótt gjaldeyriskreppa sé útilokuð vegna aðildar að myntbandalagi er ekki loku fyrir það skotið að harka- legur afturkippur í kjölfar ofþenslu dragi dilk á eftir 4. Með því að deila vexti atvinnu í vöxt landsframleiðslu má fá vísbend- ingu um framleiðnivöxt. Þannig reiknuð jókst framleiðsla árlega um 4,4% árin 1995-1999, sem er meira en helmingi meiri framleiðniaukn- ing en á Íslandi. Framleiðniaukningin kemur skýrast fram í iðnaðar- framleiðslu. Ofangreint tímabil nam árleg lækkun launakostnaðar á framleidda einingu að meðaltali u.þ.b. 6%. Heimild: IMF. jan.99 mar.99 maí.99 júl.99 sep.99 nóv.99 jan.00 mar.00 maí.00 júl.00 sep.00 0 1 2 3 4 5 6 7 % Tólf mánaða hækkun vísitölu neysluverðs (%) Mynd 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.