Peningamál - 01.11.2000, Síða 68

Peningamál - 01.11.2000, Síða 68
sér. Slíkur afturkippur gæti orðið mun harkalegri en ella hafi undangengin eignaverðbólga og ör vöxtur útlána grafið svo undan heilbrigði fjármálakerfisins að bankakreppa hljótist af þegar bólan í eignaverði springur. Bankakreppa gæti magnað afturkippinn með því að valda lánsfjárþurrð. Írland hefur nýlega gengist undir viðamikla greiningu og mat á fjármála- legum stöðugleika á vegum Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.5 Niðurstaða þeirrar grein- ingar er í meginatriðum jákvæð. Sérfræðingar stofn- ananna komust að þeirri niðurstöðu að fjármálakerfi Írlands sé háþróað, standi á traustum fótum og hafi auðveldlega staðið af sér sviptingar í fjármálakerfi heimsins. Eiginfjárstaða bankakerfisins sé góð, gæði eigna þess mikil, starfsemin dreifð, bæði landfræði- lega og milli geira, og hagnaður meiri en hjá evrópskum samkeppnisaðilum. Eigi að síður er þess getið að núverandi aðstæður feli í sér áhættu fyrir heilbrigði fjármálakerfisins, m.a. sökum nýjunga í fjármálaþjónustu, aukinnar samkeppni og örs útlána- vaxtar sem að hluta til tengist uppsveiflu í eigna- verði. Vöxtur útlána hefur verið afar ör undanfarin 3 ár. Í ágúst sl. nam tólf mánaða vöxtur útlána til einka- geirans 26½% og hefur hann að jafnaði verið á bilinu 20-30% frá því í árslok 1997. Þótt öran vöxt útlána megi að hluta til rekja til stofnaðlögunar,6 hefur al- menn eftirspurnarþensla og hækkun fasteignaverðs einnig átt hlut að máli. Ástæða er til að gefa upp- sveiflu fasteignaverðs á Írlandi sérstakan gaum. Í ágúst sl. hafði fasteignaverð hækkað um 22% á 12 mánuðum og fasteignaverðbólga var enn meiri fyrr á árinu. Árin 1996-1999 hækkaði húsnæðisverð að meðaltali um 17% á ári, samtals um 90%. Að raun- gildi nam hækkunin 77%. Uppsöfnuð hækkun fast- eignaverðs á Írlandi er nú orðin meiri en í ýmsum löndum, t.d. Bretlandi, Svíþjóð, Finnlandi og Noregi, þar sem fasteignaverði bólgnaði á síðari hluta níunda áratugarins. Ekkert OECD-land hefur á undanförnum 20 árum orðið fyrir álíka hækkun fasteignaverðs og Írland á síðustu árum án verðhruns síðar, enda má að jafnaði einungis rekja lítinn hluta verðhækkunar fasteigna til hærri byggingarkostnaðar. Fyrst og fremst er um hækkun lóðaverðs að ræða. Þegar lagt er mat á líkur á verðhruni og hversu mikið það gæti hugsanlega orðið á e.t.v. best við að bera uppsveifluna í írsku fasteignaverði saman við fasteignaverðbólgutímabil- ið í Hong Kong og Singapúr á miðjum 9. áratugnum, enda svipar hagþróun í þessum löndum að ýmsu leyti til framvindu efnahagsmála á Írlandi. Í Hong Kong og Singapúr rúmlega þrefaldaðist fasteignaverð á tíu ára tímabili, en að loknu verðhjöðnunartímabili var fasteignaverð ennþá tvöfalt hærra en í byrjun upp- sveiflunnar. Verðhrun á fasteignamarkaði hefði sennilega um- talsverð áhrif á heildareftirspurn, enda eign íbúðar- húsnæðis almenn á Írlandi. Seðlabanki Evrópu komst þó að þeirri niðurstöðu í nýlegri skýrslu7 að enn sem komið sé ógni verðhrun á fasteignamarkaði ekki írska bankakerfinu. Skuldir heimilanna séu t.d. ennþá fremur hóflegar, greiðslubyrði tiltölulega létt vegna PENINGAMÁL 2000/4 67 5. Joint Bank-Fund Financial Assessment Program (FSAP). 6. Í árslok 1999 nam hlutfall útlána af landsframleiðslu 87%, samanborið við 95% á evrusvæðinu. Tafla 2 Tímabil eignaverðbólgu í nokkrum þróuðum löndum Meðal- Lækkun Hlutfall hækkun Upp- 4 árum hækk- hús- söfnuð eftir unar Land/ Fjöldi næðis- raun- upp- sem gekk svæði Tímabil ára verðs hækkun sveiflu til baka Írland ........... 96-99 4 15,3 77 … … Bretland ....... 86-89 4 14,1 69 -25 62 Ítalía ............ 89-91 3 14,9 52 -12 36 Japan ........... 86-90 5 11,9 76 -25 571 Danmörk ..... 83-86 4 10,4 48 -26 81 Finnland ...... 87-89 3 16,3 57 -46 127 Noregur ....... 85-87 3 13,0 44 -31 102 Spánn .......... 86-91 5 18,4 133 -16 27 Svíþjóð ........ 87-89 3 10,5 35 -26 98 Bandaríkin: Connecticut .. 83-88 6 11,8 95 -24 50 Massachusetts 83-87 5 15,3 104 -19 38 New Hampsh. 84-88 4 14,6 72 -25 60 New Jersey .. 84-89 5 12,6 81 -19 42 New York .... 82-88 7 10,2 98 -13 26 Rhode Island 85-88 4 16,1 82 -17 38 Heimildir: Ireland: Selected Issues and Statistical Appendix, IMF Staff Country Report nr. 00/99. 1. Þess ber að gæta að mun stærri hluti hækkunar japansks fasteignaverðs hefur nú gengið til baka, enda hefur landverð lækkað í níu ár samfleytt. 7. European Central Bank: Asset Prices and Banking Stability, apríl 2000.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.