Peningamál - 01.11.2011, Síða 5

Peningamál - 01.11.2011, Síða 5
P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 5 I Efnahagshorfur og helstu óvissuþættir Meginþættir grunnspár Seðlabankans Vextir Seðlabankans hafa hækkað frá útgáfu Peningamála í ágúst Frá útgáfu Peningamála í ágúst sl. hefur peningastefnunefnd Seðlabankans haldið tvo vaxtaákvörðunarfundi. Á fyrri fundinum samhliða útgáfunni þann 17. ágúst sl. ákvað nefndin að hækka vexti um 0,25 prósentur en nefndin hélt vöxtum óbreyttum á fundi sínum þann 21. september. Vextir á innlánsreikningum bankans voru því 3,5% fyrir útgáfu þessara Peningamála, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 4,25%, veðlánavextir 4,5% og daglánavextir 5,5%. Miðað við rúma lausafjárstöðu fjármálakerfisins má áætla að virkir vextir bankans liggi nálægt meðaltali innlánsvaxta bankans, sem er 3,9% um þessar mundir. Stystu vextir á millibankamarkaði eru svip- aðir. Frá útgáfu Peningamála í ágúst hafa þeir lengstum verið um 0,5 prósentum undir miðju vaxtagangs bankans (þ.e. veðlánavöxtum). Neikvæðir skammtímaraunvextir styðja við efnahagsbatann Þrátt fyrir hækkun vaxta Seðlabankans í ágúst eru raunvextir bankans nánast óbreyttir þar sem verðbólga og verðbólguvæntingar hafa einnig aukist á flesta mælikvarða. Miðað við núverandi verðbólgu mælast raunvextir bankans nú um -1½% en um -½% miðað við meðaltal mismunandi mælikvarða sem er tæplega 3 prósentna lækkun frá því fyrir ári (sjá nánar í kafla III). Peningastefnan heldur því áfram að styðja við efnahagsbatann. Raunvextir bankans mælast svip- aðir og í mörgum iðnríkjum. Þeir eru lægri en í þeim ríkjum sem eru komin lengra í efnahagsbatanum en hærri en í þeim ríkjum þar sem peningastefnan nýtur meiri trúverðugleika. Meiri trúverðugleiki gefur þessum seðlabönkum aukna möguleika til að nota peningastefnuna til að styðja við efnahagslífið án þess að þurfa að óttast að missa tök á 1. Greiningin í þessum Peningamálum byggist á gögnum sem lágu fyrir í lok október. Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1 Innlendur efnahagsbati við tvísýnar alþjóðlegar aðstæður Blikur eru á lofti í alþjóðlegum efnahagsmálum, en enn sem komið er hafa áhrif þeirra á innlendan þjóðar- búskap verið lítil. Gengi krónunnar hefur heldur styrkst og viðskiptakjör verið töluvert hagstæðari en spáð var í Peningamálum í ágúst. Innlendur efnahagsbati hefur því haldið áfram og fjármálaleg skilyrði heimila og fyrirtækja batnað. Hagvöxtur á fyrri hluta ársins reyndist 2½% og er gert ráð fyrir að hann verði rétt yfir 3% á árinu í heild. Þetta er heldur meiri hagvöxtur en spáð var í ágúst og skýrist helst af hagstæðari þróun utanríkisviðskipta. Horfur eru einnig betri fyrir næsta ár en spáð er 2,3% hagvexti á því ári. Á næstu þremur árum er spáð um 2½% hagvexti að jafnaði. Útlit er fyrir að verðbólga verði heldur minni á seinni hluta ársins en spáð var í ágúst. Talið er að hún muni ná hámarki á fyrsta ársfjórðungi næsta árs í 6% en verði minni en spáð var í ágúst út næsta ár. Þar vegast á sterkara gengi krónunnar og minni innflutt verðbólga á móti minni slaka í þjóðarbúinu og heldur meira launaskriði en búist var við í ágúst. Samkvæmt spánni verður verðbólga komin í markmið í lok árs 2013. Mikil óvissa er hins vegar um verðbólguhorfur og styrk og varanleika innlends efnahagsbata, sérstaklega í ljósi viðsjárverðra alþjóðahorfa. Mynd I-1 Vextir Seðlabanka Íslands og skammtímamarkaðsvextir Daglegar tölur 1. janúar 2010 - 28. október 2011 % Vextir á veðlánum Daglánavextir Hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum Vextir á viðskiptareikningum Daglánavextir á millibankamarkaði Heimild: Seðlabanki Íslands. 2010 2011 0 2 4 6 8 10 12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.