Peningamál - 01.11.2011, Síða 6

Peningamál - 01.11.2011, Síða 6
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 6 verðbólgunni, sem þó hefur víðast hvar aukist nokkuð (sjá umfjöllun í kafla II). Fjármálaleg skilyrði heimila og fyrirtækja batna Þótt peningalegur slaki sé töluverður eru fjármálaleg skilyrði heimila og fyrirtækja enn erfið. Skuldir einkageirans eru miklar og lítið um ný útlán. Þó eru merki um að nokkuð hafi orðið ágengt í fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja undanfarið og að útlánastarfsemi sé að glæðast. Helst það í hendur við að eignaverð, t.d. verð íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, hefur tekið að hækka á ný, sem að öðru óbreyttu hækkar hreina eign heimila og fyrirtækja og eykur veðhæfi þeirra. Að sama skapi hefur peningamagn í umferð aukist á ný. Nánar er fjallað um vaxtaþróun og fjármálaleg skilyrði í kafla III. Gengi krónunnar sterkara en spáð var í ágúst Frá útgáfu Peningamála um miðjan ágúst sl. hefur viðskiptavegið gengi krónunnar styrkst um 2,3% og um 2,7% gagnvart evru. Krónan hefur hins vegar veikst um 1,1% gagnvart Bandaríkjadal. Viðskiptavegið gengi krónunnar er þó enn 2,7% lægra en það var um síðustu áramót. Gengisþróunin hefur til þessa verið heldur hagstæðari en gert var ráð fyrir í ágústspá bankans. Krónan reyndist rúmlega 1% sterkari gagnvart evru á þriðja ársfjórðungi og í spánni sem birt er í þessum Peningamálum er gert ráð fyrir að gengi krónu verði næstum 4% hærra gagnvart evru á fjórða ársfjórðungi. Eins og í spám Seðlabankans að undanförnu er gert ráð fyrir að krónan haldist tiltölulega stöðug það sem eftir lifir spátímans. Samkvæmt spánni verður gengi krónunnar gagnvart evru á bilinu 157-160 á spátímanum, en það er tæplega 2% sterkara gengi í lok hans en spáð var í ágúst. Frekari umfjöllun um þróun á gjaldeyrismarkaði og gengisþróun er að finna í köflum II og III. Utanríkisviðskipti leggja meira til hagvaxtar en áður var búist við Horfur í alþjóðlegum efnahagsmálum hafa versnað frá því í sumar og orðið óvissari. Einkum hafa efnahagshorfur versnað í fjölda þróaðra landa sem glíma við mikinn skuldavanda. Horfur um alþjóðlegan hagvöxt og alþjóðaviðskipti eru því nokkru lakari en gert var ráð fyrir í ágúst. Á móti vegur að horfur eru á töluvert hagstæðari þróun við- skiptakjara Íslands. Spáð er að árlegur vöxtur heildarútflutnings verði að meðaltali um 2% á ári á spátímanum, sem er lakari vöxtur en spáð var í ágúst. Horfurnar eru reyndar heldur betri á þessu ári en spáin fyrir árið 2013 hefur versnað vegna minni þjónustuútflutnings og lakari álútflutnings. Þrátt fyrir kröftugan vöxt þjónustuútflutnings og mikla gerjun í vöruútflutningi utan stóriðju og sjávarafurða verður vöxtur heildarútflutnings áfram tiltölulega lítill ef tekið er mið af því hversu lágt raungengið er. Heldur meiri útflutningur í ár og lítillega minni vöxtur innflutn- ings á þessu og næsta ári en áætlað var í ágúst valda því að þótt fram- lag utanríkisviðskipta til hagvaxtar sé neikvætt bæði í ár og á næsta ári, er það hagstæðara en í ágústspánni. Neikvætt framlag þrátt fyrir hagstæða samkeppnisstöðu skýrist m.a. af því að sjávarútvegurinn býr við framleiðslutakmarkanir vegna takmarkaðs vaxtar fiskstofna og áliðnaður vegna langs fjárfestingartíma. Líklegt er að það taki einnig 1. Fyrir Ísland er miðað við meðaltal innlánsvaxta og hámarksvaxta 28 daga innstæðubréfa. Heimildir: Macrobond, Seðlabanki Íslands. Mynd I-2 Raunstýrivextir í ýmsum iðnríkjum Virkir seðlabankavextir að frádreginni ársverðbólgu1 % -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 Bretland Bandaríkin Kanada Nýja Sjáland Evrusvæðið Ísland Svíþjóð Danmörk Sviss Japan Noregur Ástralía Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd I-3 Gengi krónu gagnvart evru - samanburður við PM 2011/3 Kr./evra PM 2011/4 PM 2011/3 80 100 120 140 160 180 200 20142013201220112010200920082007 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Mynd I-4 Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar -2,0 -1,5 -1,0 -0,5 0,0 0,5 20142013201220112010 PM 2011/4 PM 2011/3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.