Peningamál - 01.11.2011, Side 11

Peningamál - 01.11.2011, Side 11
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 11 halli geti þrýst upp innlendu vaxtastigi og þannig rutt í burtu fjárfest- ingaráformum einkaaðila. Fjármögnunarkostnaður hins opinbera yrði jafnframt meiri, sérstaklega ef áhættuálag á skuldbindingar ríkissjóðs færi að hækka á ný. Þrýstingur á gengi krónunnar gæti því aukist og þar með hætta á meiri verðbólgu sem myndi að öðru óbreyttu kalla á meira peningalegt aðhald. Efnahagsbatinn gæti því orðið hægari sem að öðru óbreyttu myndi grafa undan forsendunni fyrir sjálfbærni opinberra skulda. Hversu hraður verður bati fjárfestingar? Nýjustu vísbendingar benda til þess að fjárfesting sé farin að vaxa á ný eftir verulegan samdrátt í kjölfar fjármálakreppunnar. Hlutfall fjárfest- ingar í landsframleiðslu er þó enn mjög lágt. Samkvæmt grunn spánni heldur vöxtur fjármunamyndunar áfram á spátímanum, einkum almenn atvinnuvegafjárfesting og fjárfesting í orkufrekum iðnaði. Fjárfestingarhlutfallið helst hins vegar áfram lágt, enda hefur mikil fjár- festing fram að kreppunni leitt til þess að í mörgum atvinnugreinum er til staðar mikil vannýtt framleiðslugeta, sem nýta má til þess að mæta aukinni eftirspurn án þess að efna þurfi til frekari fjárfestingar. Laskaðir efnahagsreikningar, óvissa um stöðu og eignarhald fjölda fyrirtækja, óvissa um erlenda efnahagsþróun og erfitt aðgengi að lánsfé gæti hins vegar leitt til þess að fjárfesting verði minni en áætlað var í grunnspánni. Á móti gæti umfang fjárfestingarverkefna í tengslum við áætlun um losun gjaldeyrishafta orðið meira en gert er ráð fyrir í grunnspánni og fjárfesting því orðið enn kröftugri. Í fráviks- dæmi 2 hér á eftir er gefið dæmi um hugsanleg áhrif slíks fráviks á grunnspá bankans. Hversu mikið mun skuldsetning einkageirans halda aftur af efnahagsbatanum? Skuldsetning heimila og fyrirtækja hefur vaxið sleitulaust um langt árabil og eru íslensk heimili og fyrirtæki nú með þeim skuldsettustu meðal iðnríkja. Líklegt er því að þau muni á næstu árum einbeita sér að því að lagfæra laskaða efnahagsreikninga og greiða niður skuldir. Þjóðhagslegur sparnaður mun því aukast á næstu árum eftir að hafa minnkað töluvert fram á síðasta ár. Þótt grunnspáin geri ráð fyrir að hagvöxtur næstu ára verði í meginatriðum borinn uppi af innlendri eftirspurn, endurspeglar tiltölu- lega hóflegur hagvöxtur í sögulegu samhengi framangreinda áherslu heimila og fyrirtækja á að lagfæra laskaða efnahagsreikninga. Um styrk þessara áhrifa ríkir mikil óvissa. Jákvæðar fréttir af alþjóðlegum efnahagsmálum og aukin bjartsýni gætu latt heimili og fyrirtæki við að draga úr skuldsetningu og því gæti krafturinn í innlendum þjóðar- búskap á spátímanum orðið meiri. Miklar skuldir gætu einnig reynst enn meiri dragbítur á hagvöxt en gert er ráð fyrir í grunnspánni. Horfur um gengi krónunnar háðar mikilli óvissu Samkvæmt grunnspánni mun gengi krónunnar haldast á svipuðu stigi og það er nú á meginhluta spátímans. Spár um gengisþróun eru hins vegar ávallt háðar mikilli óvissu. Íslenska krónan er lítill gjald- miðill skuldsetts ríkis með skuldbindingar sem bera tiltölulega háa

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.