Peningamál - 01.11.2011, Page 19

Peningamál - 01.11.2011, Page 19
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 19 Breyting frá fyrra ári (%) nema annað sé tekið fram1 2011 2012 2013 2014 Útflutningur vöru 2,0 (1,5) 2,1 (0,6) 1,9 (2,8) 1,6 Útflutningur þjónustu 3,5 (1,8) 2,9 (3,0) 2,6 (5,0) 4,1 Útflutningur vöru og þjónustu 2,5 (1,9) 1,3 (1,5) 1,6 (3,5) 2,1 Útflutningur vöru og þjónustu án flugvéla og skipa 2,8 (2,3) 2,2 (2,3) 1,6 (3,5) 2,1 Útflutningsframleiðsla sjávarafurða 1,0 (1,0) 1,0 (1,0) 0,0 (0,0) 0,0 Útflutningsframleiðsla áls 0,0 (0,1) 3,0 (2,4) 3,0 (5,4) 2,0 Verð sjávarafurða í erlendum gjaldmiðli 9,7 (8,1) 6,3 (4,1) 3,0 (2,0) 2,0 Verð áls í USD2 16,4 (16,3) 1,5 (2,9) 3,3 (1,5) 2,1 Verð eldsneytis í USD3 34,6 (37,8) -6,3 (1,2) 3,1 (0,0) 0,1 Viðskiptakjör vöru og þjónustu 0,9 (-2,2) 4,1 (0,3) 0,1 (-0,3) -0,5 Verðbólga í helstu viðskiptalöndum4 2,7 (2,7) 1,9 (2,0) 1,9 (2,0) 1,9 Hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum4 1,8 (2,2) 1,6 (2,3) 2,1 (2,3) 2,5 Skammtímavextir í helstu viðskiptalöndum (%)5 1,3 (1,3) 1,6 (2,1) 2,3 (2,8) 3,0 1. Tölur í svigum eru spá Peningamála 2011/3. 2. Spá byggð á framvirku álverði og spám greiningaraðila. 3. Spá byggð á framvirku eldsneytisverði og spám greiningaraðila. 4. Spá frá Consensus Forecasts og Global Insight. 5. Spá byggð á vegnu meðaltali framvirkra vaxta helstu viðskiptalanda Íslands. Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Bloomberg, Consensus Forecasts, Global Insight, Hagstofa Íslands, New York Mercantile Exchange, Seðlabanki Íslands. Tafla II-1 Útflutningur og helstu forsendur fyrir þróun ytri skilyrða Horfur eru á að vöxtur vöruútflutnings á næsta ári verði um 2% sem er aðeins meiri vöxtur en gert var ráð fyrir í síðustu spá þrátt fyrir verri hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptalöndum. Spáð er tæplega 2% vexti árið 2013 en það er heldur minni vöxtur en spáð var í ágúst. Meginástæðan er minni útflutningur álafurða þar sem hætt hefur verið við stækkun álversins í Reyðarfirði. Útflutt þjónusta hefur aukist umtalsvert á undanförnum árum m.a. vegna lágs raungengis. Metfjöldi ferðamanna hefur heimsótt landið á þessu ári og skilar það sér í auknum þjónustutekjum. Spáð er 3½% aukningu í útfluttri þjónustu í ár og á bilinu 2½-4% á ári á næstu þremur árum. Spáð er að útflutningur í heild aukist um 2,5% í ár en einungis um 1,3% á næsta ári. Í þessari mælingu hefur útflutningur skipa og flugvéla á árinu 2011 nokkur áhrif. Sé horft fram hjá útflutningi flug- véla og skipa er vöxturinn 2,8% í ár og um 2% á ári út spátímabilið.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.