Peningamál - 01.11.2011, Side 27

Peningamál - 01.11.2011, Side 27
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 27 IV Innlend eftirspurn og framleiðsla Ef tekið er mið af fyrirliggjandi bráðabirgðatölum dróst árstíðarleiðrétt landsframleiðsla saman á öðrum fjórðungi þessa árs eftir samfelldan vöxt milli ársfjórðunga frá þriðja fjórðungi 2010. Þrátt fyrir það mæld- ist 2,5% árshagvöxtur á fyrri hluta ársins og er gert ráð fyrir ríflega 3% hagvexti á árinu í heild. Á næstu þremur árum er reiknað með að hagvöxtur verði að jafnaði um 2½%. Hagvaxtarhorfur í ár og næsta ár hafa því heldur vænkast frá því sem spáð var í ágúst. Mestu skiptir breyting á framlagi utanríkisviðskipta til hagvaxtar en eins og áður er talið að hagvöxtur á næstu misserum verði að mestu drifinn áfram af vexti innlendrar eftirspurnar. Bakslag í landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi … Hagstofa Íslands birti fyrstu áætlanir um þjóðhagsreikninga fyrir annan ársfjórðung í september sl. ásamt endurskoðun á áður birtum tölum. Landsframleiðsla er nú talin hafa dregist saman um 4% árið 2010 eða um hálfri prósentu meira en áður var talið. Þrátt fyrir að dragast saman frá fyrra ári jókst landsframleiðslan milli fjórðunga á seinni hluta ársins 2010, að teknu tilliti til árstíðarsveiflu. Landsframleiðslan á fyrsta fjórðungi þessa árs jókst um næstum því 2% frá fyrri árs- fjórðungi. Bakslag kom hins vegar í vöxtinn á öðrum ársfjórðungi en þá dróst landsframleiðslan saman um 2,8% frá fyrri fjórðungi, sam- kvæmt tölum Hagstofunnar. Þrátt fyrir að hún hafi dregist saman milli fjórðunga á öðrum ársfjórðungi var vöxtur í öllum undirliðum hennar milli fjórðunga nema birgðabreytingum, en framlag þeirra til hag- vaxtar milli fjórðunga var neikvætt um 5½ prósentu. Vísbendingar eru hins vegar um að birgðir séu hugsanlega ofmetnar og útflutningur að sama skapi vanmetinn (sjá frétt Hagstofunnar frá 8. september sl.). Tilfærsla milli birgða og útflutnings hefur ekki áhrif á nafnvirði lands- framleiðslunnar. Hins vegar er ekki útilokað að landsframleiðslan á föstu verði hafi verið vanmetin af þessum sökum þar sem vægi birgða- breytinga í keðjutengdum útreikningi á hagvexti á þessu ári er töluvert minna en vægi útflutnings.1 … þótt landsframleiðslan haldi áfram að aukast á milli ára Þrátt fyrir samdrátt milli ársfjórðunga jókst landsframleiðslan á öðrum fjórðungi um 1,4% milli ára samkvæmt tölum Hagstofunnar og er þetta annar fjórðungurinn í röð sem hún eykst frá fyrra ári. Í spá Seðlabankans sem birtist í Peningamálum í ágúst var spáð 3% árs- hagvexti á öðrum ársfjórðungi sem er umtalsvert meira en kemur fram í tölum Hagstofunnar. Stór hluti skekkjunnar stafar af minni vexti einkaneyslu og útflutnings. Á móti þessum liðum vegur þó að sam- neysla og atvinnuvegafjárfesting uxu meira en spáð var. Hagvöxtur á fyrri hluta ársins heldur minni en spáð var í ágúst Í Peningamálum í ágúst var spáð 3% hagvexti á fyrri hluta ársins miðað við sama tíma í fyrra en samkvæmt tölum Hagstofunnar var 1. Miðað við meðalverð á árinu 2010 er vægi birgðabreytinga við útreikning á landsfram- leiðslu um 0,7 en vægi útflutnings er 2,1. Mynd IV-1 Þjóðhagsreikningar fyrir fyrri helming 2011 og mat Seðlabankans Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) PM 2011/3 Hagstofa Íslands -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 Verg lands- framleiðsla Innflutningur Útflutningur Þjóðarútgjöld Fjárfesting Samneysla Einkaneysla Mynd IV-2 Verg landsframleiðsla, þjóðarútgjöld og vöru- og þjónustujöfnuður 1. ársfj. 2005 - 2. ársfj. 2011 Árstíðarleiðréttar tölur á verðlagi ársins 20051 1. Tölur fyrir VLF og þjóðarútgjöld eru árstíðarleiðréttar af Seðlabanka Íslands. Vegna keðjutengingar þarf summa þjóðarútgjalda og nettó utanríkisviðskipta ekki að vera jöfn VLF. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Ma.kr. Verg landsframleiðsla (v. ás) Þjóðarútgjöld (v. ás) Vöru- og þjónustujöfnuður (h. ás) Ma.kr. 175 200 225 250 275 300 325 350 -60 -45 -30 -15 0 15 30 45 ‘11201020092008200720062005 Mynd IV-3 Væntingavísitölur Janúar 2005 - október 2011 Heimild: Capacent Gallup. Vísitala Væntingavísitala Gallup Viðhorf til atvinnuástands Væntingar til efnahagslífsins eftir 6 mánuði 0 20 40 60 80 100 120 140 160 180 2011201020092008200720062005

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.