Peningamál - 01.11.2011, Side 32

Peningamál - 01.11.2011, Side 32
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 32 sem nú er birt. Í þriðju könnun bankans kom fram að áætluð fjár- festing þessa árs hjá fyrirtækjum sem tóku þátt í könnuninni sem gerð var á fyrsta ársfjórðungi reyndist vera nokkru meiri en áður var talið. Eins og sjá má í töflu IV-1 bendir könnunin til þess að fjárfesting fyrir- tækjanna verði rúmum fimmtungi hærri í ár en árið 2010 (á verðlagi hvers árs) eða um 17% meiri að magni til. Þá áætluðu þessi fyrirtæki að fjárfesting muni aukast um 9% árið 2012, á verðlagi þess árs, eða tæplega 5% að magni til. Rétt er að taka fram að mörg þessara fyrirtækja höfðu ekki lokið endanlegri fjárfestingaráætlun fyrir næsta ár, þannig að þessar tölur munu vafalaust breytast. Á móti kemur að verulega dregur úr umsvifum við uppbyggingu tónlistar- og ráðstefnu- hússins Hörpu. Atvinnuvegafjárfesting vex umtalsvert á næstu árum Almenn atvinnuvegafjárfesting (þ.e. án fjárfestingar í orkufrekum iðnaði og skipum og flugvélum) jókst um ríflega 4,3% milli ára á öðrum ársfjórðungi og um tæp 5% á fyrri hluta ársins. Út frá framan- greindum áætlunum og öðrum vísbendingum er nú talið að almenn atvinnuvegafjárfesting muni aukast um u.þ.b. 8% á þessu ári í stað 6% sem spáð var í ágúst. Heildarfjárfesting atvinnuveganna á föstu verði er hins vegar talin aukast um rúmlega 13% á sama tímabili, sem er heldur minni aukning en gert var ráð fyrir í ágúst og skýrist af breytingu á fjárfestingaráformum í orkufrekum iðnaði sem fjallað var um hér að framan. Hún skýrir einnig heldur veikari atvinnuvega- fjárfestingu á næstu tveimur árum. Það breytir því þó ekki að gert er ráð fyrir töluverðum vexti og að atvinnuvegafjárfesting verði, ásamt einkaneyslu, einn helsti drifkraftur hagvaxtar á spátímanum. Hlutdeild fjármunamyndunar atvinnuveganna í landsframleiðslu mun því nálg- ast langtímameðaltal á spátímanum og verða rúmlega 11% í lok spá- tímans, en meðalhlutfall síðustu þrjátíu ára er um 12,5%. Íbúðafjárfesting tekin að aukast Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar jókst íbúðafjárfesting á ný á fjórða fjórðungi síðasta árs. Hún hefur haldið áfram að aukast það sem af er þessu ári, en samkvæmt tölum Hagstofunnar jókst íbúðafjárfesting um rúmlega 11% á fyrri hluta ársins frá sama tíma í fyrra. Grunnspá bankans í síðustu Peningamálum gerði ráð fyrir tæplega 9% aukningu en í ljósi þess hve lágt fjárfestingarstigið er um þessar mundir munar litlu í krónum talið. Breyting milli Breyting milli Stærstu 50 fyrirtækin (fjöldi) 2010-2011 2011-2012 Upphæðir í m.kr. 2010 2011 2012 (%) (%) Sjávarútvegur (9) 4.808 1.908 2.370 -60% 24% Iðnaður (7) 2.643 3.179 4.660 20% 47% Verslun (12) 2.229 2.910 2.665 31% -8% Flutningar og ferðaþjónusta (3) 6.334 11.708 12.012 85% 3% Fjármál (9) 1.917 2.439 2.783 27% 14% Upplýsingatækni (6) 4.476 3.776 4.039 -16% 7% Þjónusta og annað (4) 387 1.842 1.620 376% -12% Alls (50) 22.793 27.762 30.149 22% 9% Tafla 1 Könnun á fjárfestingaráformum fyrirtækja 1. Grunnspá Seðlabankans 2011-2014. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-14 Þróun fjármunamyndunar og framlag helstu undirliða hennar 2000-20141 Fjármunamyndun alls Atvinnuvegir án stóriðju, skipa og flugvéla Stóriðja Skip og flugvélar Íbúðarhúsnæði Hið opinbera -60 -50 -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 ‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 Mynd IV-13 Íbúðafjárfesting 1990-20141 1. Grunnspá Seðlabankans 2011-2014. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF 0 1 2 3 4 5 6 7 8 ‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90 ‘14

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.