Peningamál - 01.11.2011, Page 36

Peningamál - 01.11.2011, Page 36
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 36 þar sem p* er leitniferill atvinnuþátttökuhlutfallsins, N er fjöldi þeirra sem eru á vinnufærum aldri (miðað er við aldursbilið 16-64 ára)4 og u* er undirliggjandi jafnvægisatvinnuleysi, þ.e. það atvinnuleysis- hlutfall sem samsvarar stöðugri verðlags- og launaþróun. Breytingar í framleiðslugetu þjóðarbúsins milli tveggja tímabila má því rita sem (3) Δln(Y*) = Δln(A*)+ b[Δln(p*)+Δln(N)+Δln(1-u*)]+(1-b)Δln(K) þar sem Δln táknar breytingu náttúrulegs lógariþma af viðkomandi stærð. Framleiðslugeta þjóðarbúsins getur því minnkað ef heildar- þáttaframleiðni dregst saman, ef atvinnuþátttaka minnkar, ef fólki á vinnufærum aldri fækkar, ef jafnvægisatvinnuleysi eykst eða ef fjármagnsstofninn dregst saman. Hugsanleg áhrif fjármálakreppu á nýtingu framleiðsluþátta Rannsóknir gefa til kynna að framleiðslugeta dragist jafnan saman í kjölfar fjármálakreppu og að framleiðslutapið geti jafnvel orðið var- anlegt. Fyrir því geta verið margvíslegar ástæður.5 Atvinnuþátttaka gæti t.d. minnkað vegna þess að atvinnuhorfur versna það mikið að hluti vinnuaflsins kýs að hverfa alfarið af vinnumarkaðnum.6 Fólki á vinnualdri gæti einnig fækkað ef hluti vinnuaflsins flyst af landi brott í kjölfar kreppunnar. Vinnuaflsnotkun gæti einnig dregist saman ef jafnvægisatvinnuleysi eykst, t.d. vegna þess að færa þarf fram- leiðsluaðföng milli atvinnugeira (t.d. frá innlendum þjónustugeira til útflutningsgeira). Sú endurþjálfun og endurskipulagning sem þarf að eiga sér stað getur verið tímafrek og geta vinnumarkaðarins til að samræma þarfir vinnuveitenda og getu og þekkingu vinnuaflsins kann að rýrna. Jafnvægisatvinnuleysi gæti einnig hækkað ef mikið atvinnuleysi verður til þess að hluti þekkingar vinnuaflsins tapast eða verður úreltur. Það sama gerist ef reglur á vinnumarkaði gera það að verkum að erfiðara verður að finna nýtt starf eða ef bótaréttur er með þeim hætti að minni hvati verður fyrir fólk að leita sér að nýju starfi (sjá nánar umfjöllun í köflum IV og VI). Fjármagnsstofninn gæti einnig dregist saman í kjölfar fjármála- kreppu, ef t.d. erfiðari aðgangur að lánsfé gerir það að verkum að fyrirtæki dragi verulega úr fjárfestingu. Lækkun eignaverðs í kjölfar fjármálakreppu er einnig til þess fallin að veikja efnahagsreikninga fyrirtækja og rýra veðhæfni eigna þeirra en það heldur enn frekar aftur af fjárfestingu. Mikil skuldsetning fyrirtækja og almenn óvissa um efnahagshorfur geta magnað þessi áhrif. Þar að auki geta fram- leiðslufjármunir farið forgörðum við það að fyrirtæki hætta starfsemi eða hluti fastafjármuna er fluttur úr landi. Að lokum gæti framleiðslugeta þjóðarbúsins dregist saman ef heildarþáttaframleiðni minnkar, t.d. ef aðgengi að lánsfé til arð- samrar fjárfestingar verður erfiðara eða ef kreppan verður til þess að fjárfesting í þróunar- og rannsóknarstarfsemi dregst saman. Á móti gæti verið að fjármálakreppan leiði til þess að óhagkvæmur atvinnurekstur leggst af eða hvati til hagræðingar eykst. 4. p* N er þá stærð vinnuaflsins, þ.e. fjöldi þeirra sem eru á vinnumarkaði, hvort sem þeir eru í vinnu eða án atvinnu. 5. Sjá t.d. umfjöllun í Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (2009), „What‘s the damage? Medium- term output dynamics after financial crises“. World Economic Outlook, kafli 4. Október 2009. 6. Sumir gætu t.d. kosið að hverfa til náms á meðan aðrir eiga þess kost að fara fyrr á eftirlaun. Vinnuaflið gæti einnig minnkað vegna þess að fleiri færast af vinnumarkaði yfir á örorkubætur. Á móti gætu lækkandi fjölskyldutekjur orðið til þess að fleiri fjölskyldu- meðlimir þurfi að leita út á vinnumarkaðinn.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.