Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 41

Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 41
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 41 þær voru byggðar á fyrri yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt frumvarpinu hækka óbeinir skattar eins og kolefnis-, áfengis- og tóbaksgjöld í takt við verðlag. Áhrif þessara hækkana á vörugjöldum á vísitölu neysluverðs hafa verið áætluð 0,15 prósentur sem er ívið meiri hækkun en fyrri spá bankans gerði ráð fyrir. Rammagrein V-1 Fjárlagafrumvarp ársins 2012 Áætlunin um jöfnuð í ríkisfjármálum, sem hefur verið einn af horn- steinum efnahagsstefnu stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hefur haft tvö meginmarkmið: að skila afgangi á frumjöfnuði á þessu ári og að skila afgangi á heildarjöfnuði árið 2013. Þetta endur- speglaðist í fjárlögum þessa árs þar sem afgangur á frumjöfnuði var meginmarkmið þeirra. Samkvæmt nýjustu áætlunum fjármálaráðu- neytisins er gert ráð fyrir 6,7 ma.kr. halla á greiðslugrunni á þessu ári. Markmið stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins miðast við greiðslugrunn og mun því ekki nást. Hins vegar er gert ráð fyrir afgangi á rekstrargrunni upp á 3,7 ma.kr. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012 kemur fram að seinna meginmarkmiði áætlunarinnar um afgang á heildarjöfnuði árið 2013 hefur verið seinkað um ár. Stefnt að því að ná jöfnuði í ríkisfjármálum árið 2014 Í nýrri langtímaáætlun sem birt er í fjárlagafrumvarpi ársins 2012 er slakað á því aðhaldi sem boðað hafði verið í langtímaáætlun frumvarpsins frá síðastliðnu hausti. Ekki er gert ráð fyrir afgangi á heildarjöfnuði fyrr en árið 2014, ári síðar en til stóð, og gert er ráð fyrir að hann verði minni en þá var stefnt að. Aðlögunarferillinn er þannig orðinn hægari í endurskoðaðri samstarfsáætlun við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, auk þess sem afkomutölur eru lægri. Aðlögunarferil fjárlagafrumvarps ársins 2012 má sjá í töflu 1. Þannig var í fjárlagafrumvarpi ársins 2011 gert ráð fyrir að frumjöfnuður á greiðslugrunni yrði 5,4% af landsframleiðslu í lok áætlunarinnar árið 2013 en nú er stefnt að 4,6% afgangi tveimur árum síðar eða árið 2015. Aðlögun ríkisfjármála að sjálfbærri skuldsetningu hefur því verið breytt nokkuð eftir því sem efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur miðað áfram. Í upphaflegu áætluninni sem lögð var fyrir Alþingi sumarið 2009 var gert ráð fyrir að bati á frumjöfnuði yrði rúmlega 16% af landsframleiðslu á tímabilinu sem áætlunin nær yfir (árin 2009-2013). Núverandi áætlun miðast hins vegar við að frumjöfnuður batni um 10% af landsframleiðslu á tímabilinu, þ.e. fari úr 6,7% halla árið 2009 í 3,1% afgang árið 2013. Aðhaldið er því nokkuð slakara en upp- haflega var stefnt að. Rök fyrir breyttri áætlun Helstu rökin fyrir ákvörðun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að milda aðlögunarferilinn eru tvenn. Í fyrsta lagi er skuldastaða ríkisins nú talin mun betri en þegar upphaflegu áætlanirnar voru gerðar. Frumjöfnuður sem talinn var nauðsynlegur til að ná sjálfbærri skuldastöðu miðað við áætlun ársins 2009 er hærri en sá frumjöfn- uður sem talinn er nauðsynlegur miðað við núverandi skuldastöðu. Skuldbindingar sem efnt var til vegna fjármálakreppunnar á árunum 2009 og 2010 hafa reynst minni en upphaflega var áætlað, auk þess sem kostnaður hefur reynst lægri. Í öðru lagi telja stjórnvöld tímabært að styðja frekar við hagvöxt með minna aðhaldi í ríkisfjár- málum. Hver efnahagsáhrif mildari aðlögunarferils verða ræðst þó líklega að mestu af viðbrögðum markaða og peningastefnunnar við slakari fjármálastefnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.