Peningamál - 01.11.2011, Page 43

Peningamál - 01.11.2011, Page 43
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 43 Í töflu 2 er að finna samantekt á áætluðum tekjuáhrifum af þeim tekjuöflunaraðgerðum sem áformaðar eru á árunum 2012- 2015. Þar má sjá að áætlað er að tekjuöflunaraðgerðir ársins 2012 gildi óbreyttar fram til ársins 2015 að undanskildum ákvæðum sem snerta séreignarsparnaðinn. Tekjur af sölu eigna og arðgreiðslum eru einnig taldar haldast óbreyttar út tímabilið. Kolefnisgjaldið tekur hins vegar breytingum vegna áform- aðrar breikkunar skattstofnsins. Þess utan verða áfengis-, tóbaks- og bensíngjöld hækkuð til samræmis við verðlag um 5,1%. Gjaldahliðin 2012 Mildari aðlögunarferill gerir það að verkum að ráðstafanir til að lækka útgjöld ríkissjóðs eru talsvert minni en síðustu þrjú ár. Áætlað er að útgjöld ríkissjóðs verði lækkuð um 8,6 ma.kr. á árinu 2012. Á árunum 2013-2015 verður aðlögun útgjalda enn hægari, en þá er ráðuneytum ætlað að lækka útgjöld um 5 ma.kr. á ári í sérstökum aðhaldsaðgerðum. Af 8,6 ma.kr. samdrætti í útgjöldum ársins 2012 kemur stærstur hluti til með beinum 6,6 ma.kr. niðurskurði fjár- heimilda. Niðurskurðurinn miðast við að dregið sé úr útgjöldum sem nemur 3% í almennri stjórnsýslu og þjónustu en 1,5% í velferðar- málum (heilbrigðisþjónustu, bótakerfi og sjúkratryggingum). Því til viðbótar er áætlað að kostnaðarhlutdeild ríkissjóðs í fjármögnun Lánasjóðs íslenskra námsmanna lækki tímabundið um 1 ma.kr., útgjöld velferðarráðuneytisins lækki um 600 m.kr. vegna frestunar um eitt ár á hluta aðhaldsaðgerða sem útfærðar voru í fjárlagafrum- varpi þessa árs hjá heilbrigðisstofnunum og sérstakt viðbótarframlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga lækki um 350 m.kr. Aðhaldsaðgerðum er skipt eftir hagrænni skiptingu í töflu 3 en samtals nema þær tæplega 8,6 ma.kr. eða 0,5% af landsframleiðslu. Gangi þetta eftir verður þetta minnsta umfang aðhaldsað- gerða eftir fjármálakreppuna, en aðhaldsaðgerðir námu 2,6% af landsframleiðslu árið 2009, 3,5% árið 2010 og loks 1,4% á þessu ári. Á árunum 2009-2012 munu því aðhaldsaðgerðir samtals nema 8% af landsframleiðslu eða 124,9 ma.kr. Þar af er aðhald í rekstri 43,1 ma.kr., í tilfærslum nemur aðhaldið 34 ma.kr. og loks hefur viðhalds- og stofnkostnaður verið skorinn niður um 31,3 ma.kr. Tafla 2 Sérstakar tekjuaðgerðir 2012-2015 Greiðslugrunnur, ma.kr. 2012 2013 2014 2015 Tekjuskattur einstaklinga 1,4 1,4 1,4 1,4 Launaskattur á fjármálafyrirtæki 4,5 4,5 4,5 4,5 Auðlegðarskattur 1,5 1,5 1,5 1,5 Kolefnisgjald 0,8 2,1 2,8 3,5 Veiðigjald 1,5 4,5 4,5 4,5 Arður 2,0 2,0 2,0 2,0 Eignasala 7,0 8,0 8,0 8,0 Annað 3,0 3,0 Skattar af séreignarsparnaði 2,0 Samtals 20,7 24,0 27,7 28,4 Tafla 3 Aðhaldsaðgerðir eftir hagrænni skiptingu Í milljónum króna Lækkun Heildarvelta Lækkun % Rekstur -4.409 189.568 -2,3 Tilfærslur -3.992 208.007 -1,9 Viðhald og stofnkostnaður -182 20.836 -0,9 Samtals -8.584 418.411 -2,1

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.