Peningamál - 01.11.2011, Qupperneq 48

Peningamál - 01.11.2011, Qupperneq 48
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 48 Könnunin gefur hins vegar ekki vísbendingu um hvort atvinnuleysi muni aukast í vetur né hvort störfum muni fjölga þar sem ekki kemur fram hversu mikið fyrirtækin hyggjast fjölga eða fækka starfsfólki. Fyrirtæki í ferðaþjónustu, orkuframleiðslu, verslun og þjónustu vilja fjölga starfsfólki en fyrirtæki í sjávarútvegi og iðnaði vilja fækka starfs- fólki. Flestir sem fara af atvinnuleysisskrá fara í launaða vinnu Tölur Vinnumálastofnunar sýna að flestir fara af atvinnuleysisskrá vegna þess að þeir hafa ráðið sig í launað starf. Þess ber þó að gæta að orsakir um þriðjungs afskráninga eru óþekktar. Líklegt er að í þeim hópi séu einhverjir sem fá vinnu, flytjast af landi brott og tilkynna það ekki til Vinnumálastofnunar og atvinnulausir sem eru afskráðir vegna þess að þeir svara ekki atvinnutilboðum eða mæta ekki í viðtal hjá Vinnumálastofnun. Ef horft er fram hjá þessum hópi skýrast um 70% afskráninga af því að atvinnulausir fara í launaða vinnu. Aðrar algengar skýringar á afskráningu eru þær að fólk fer í skóla eða flytur búferlum. Flutningur af landi brott skýrir um 8% afskráninga á fyrsta fjórðungi ársins, sem er lítillega lægra en síðustu tvö ár. Brottflutningur vinnuafls mikilvægur hluti aðlögunar vinnumarkaðar að efnahagsáföllum Brottflutningur í kjölfar efnahagssamdráttarins hefur að öllum lík- indum haft í för með sér að atvinnuleysi jókst minna en ella í sam- drættinum 2009 og 2010. Eins og kemur fram í rammagrein VI-1 er brottflutningur í þessari niðursveiflu hlutfallslega meiri en á fyrri samdráttarskeiðum. Skýrist það einna helst af mikilli aukningu erlends vinnuafls á árunum 2005-2007 sem jók verulega á sveigjanleika á íslenskum vinnumarkaði. Tæplega helmingur þeirra sem fluttu af landi brott umfram þá sem fluttu til landsins á árunum 2009 og 2010 voru erlendir ríkisborgarar, en það er meira en fjórum sinnum hlutur þeirra í heildarvinnuaflinu þegar hann varð sem mestur í uppsveiflunni. Stærsti hluti þeirra erlendu ríkisborgara sem fluttu hingað á upp- gangsárunum 2005-2008 er þó enn hér á landi. Eins og fram kemur í rammagrein VI-1 hefði atvinnuleysi, að öðru óbreyttu, verið nokkru meira án brottflutnings.1 Vísbendingar um að jafnvægisatvinnuleysi hafi aukist í kjölfar kreppunnar … Eins og fjallað hefur verið um í fyrri Peningamálum er líklegt að jafnvægisatvinnuleysi, þ.e. það atvinnuleysi sem samsvarar stöðugri verðbólgu, hafi aukist í kjölfar fjármálakreppunnar. Fyrir þessu geta verið ýmsar ástæður. Þekkt er að atvinnuleysi hefur tilhneigingu til að verða þrálátt, t.d. vegna þess að fjármagn og mannauður fer forgörðum og vegna þess að verkalýðsfélög hafa tilhneigingu til að endurspegla fremur hagsmuni þeirra sem eru í vinnu eða eru virkir í atvinnuleit en þeirra sem eru atvinnulausir til lengri tíma. Virkni við 1. Áætlanir um atvinnuleysi ef ekki hefði komið til brottflutnings gefa eingöngu vísbendingu um efri mörk atvinnuleysis. Til dæmis má nefna að ef fólk hefði ekki flutt af landi brott heldur verið á atvinnuleysisskrá og fengið bætur hefði innlend eftirspurn og þar með atvinna verið meiri en raun varð. 1. Undir flokkinn annað falla andlát, ellilífeyrir, veikindi, sjúkradagpeningar, fæðingarorlof, fangelsi, félagsbætur, hráefnisskortur, engin barnapössun og frí. Heimild: Vinnumálastofnun. Mynd VI-4 Ástæður afskráningar af atvinnuleysisskrá1 % af vinnuafli Ekki vitað (v. ás) Fór í vinnu (v. ás) Brottflutningur (v. ás) Fór í skóla (v. ás) Flutningur innanlands (v. ás) Skertur eða enginn bótaréttur (v. ás) Örorka (v. ás) Veikindi (v. ás) Vinnumarkaðsúrræði (v. ás) Annað (v. ás) Atvinnuleysi (h. ás) Fjöldi 0 1.000 2.000 3.000 4.000 5.000 6.000 7.000 8.000 9.000 10.000 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 ‘11201020092008
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.