Peningamál - 01.11.2011, Side 57

Peningamál - 01.11.2011, Side 57
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 57 að a.m.k. tvær af þremur innlánsstofnunum í slitameðferð muni ljúka nauðasamningum á næsta ári. Þar með eru eignir og skuldir þessara fyrrum innlánsstofnana ekki lengur settar til hliðar við mat á þátta- tekjum án innlánsstofnana í slitameðferð. Það mun hafa neikvæð áhrif á þróun þáttatekjujafnaðarins án innlánsstofnana í slitameðferð þar sem aukin neikvæð staða við útlönd myndast við lok nauðasamning- anna sem af þarf að greiða vexti og arð og því versnar þáttatekjuhall- inn einnig vegna þessa frá og með árinu 2013. Spáð er að viðskiptahallinn muni minnka í 1½% af vergri lands- framleiðslu á næsta ári og snúast í afgang á árinu 2013. Spáð er að viðskiptajöfnuðurinn verði neikvæður á ný árið 2014 þar sem heldur dregur úr afgangi af vöru- og þjónustuviðskiptum á sama tíma og þáttatekjuhallinn eykst. Viðskiptajöfnuður án innlánsstofnana í slita- meðferð mun hins vegar vera jákvæður á næsta ári og mælast rúm 3% og án lyfjafyrirtækisins Actavis er spáð að hann mælist tæp 8% en gert er ráð fyrir að afgangurinn minnki lítillega út spátímann í takt við vaxandi þáttatekjuhalla. Mynd VII-6 Viðskiptajöfnuður 2000-20141 % af VLF 1. Rekstrarframlög talin með þáttatekjum. Grunnspá Seðlabankans 2011-2014. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vöru- og þjónustujöfnuður Þáttatekjujöfnuður án innlánsstofnana í slitameðferð Viðskiptajöfnuður án innlánsstofnana í slitameðferð Viðskiptajöfnuður án innlánsstofnana í slitameðferð og Actavis Mældur viðskiptajöfnuður -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.