Peningamál - 01.11.2011, Qupperneq 63

Peningamál - 01.11.2011, Qupperneq 63
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 63 Viðauki 2 Reynsla af spám Seðlabanka Íslands Skekkjur í hagspám eru óhjákvæmilegar. Þær geta stafað af ófull- komnum líkönum, ófullkomnum upplýsingum um efnahagsstærðir sem líkönin byggjast á og ófyrirséðum atburðum. Athugun á skekkjum í spám Seðlabankans er mikilvæg. Hún gefur hugmynd um þá óvissu sem er í spánum og mikilvægar upplýsingar um hugsanleg mistök í spágerðinni og hugsanlegar kerfisbreytingar í þjóðarbúskapnum. Hvort tveggja má nýta við frekari þróun á haglíkönum bankans og notkun þeirra við spágerðina. Þjóðhags- og verðbólguspár Seðlabankans Þjóðhags- og verðbólguspár Seðlabankans eru gerðar fjórum sinnum á ári til þriggja ára í senn. Þær byggjast á ítarlegri greiningu á stöðu þjóðarbúsins hverju sinni. Forsendur fyrir alþjóðlegri efnahagsþróun byggjast á alþjóðlegum spám og því sem lesa má út úr framvirku verði varðandi verðþróun helstu hrávörutegunda. Þjóðhagsreikningar eru helsti grundvöllur matsins á stöðu þjóðarbúsins en því til viðbótar leggja sérfræðingar bankans sjálfstætt mat á stöðu þjóðarbúsins með spurningakönnunum, samtölum við forsvarsmenn fyrirtækja, stofnana og aðila á vinnumarkaði og tölfræðilegri greiningu á þróun lykilstærða. Þjóðhagslíkan Seðlabankans er það tæki sem heldur utan um þessar upplýsingar og gefur mat á efnahagshorfum í samræmi við þau efna- hagslögmál sem líkanið er byggt á, þótt hin endanlega spá bankans ráðist ekki síður af mati sérfræðinga bankans. Ein lykilforsenda hverrar spágerðar er hvernig peningastefnan muni þróast á spátímanum. Í spágerðinni er notast við þjóðhags- líkan sem byggist á framsýnni peningastefnureglu þar sem vextir Seðlabankans ákvarðast út frá væntu fráviki verðbólgu frá verðbólg- umarkmiði og framleiðsluspennu. Þessi regla tryggir að vextir bankans hreyfist þannig að verðbólga er við markmið eða á leið í markmið við lok spátímans, sé hún frábrugðin því. Peningastefnureglan í þjóðhags- líkaninu er sú regla sem veldur minnstum þjóðhagslegum kostnaði við að tryggja að verðbólga sé við markmið.1 Verðbólguspár Seðlabankans fyrir árið 2010 Tólf mánaða verðbólga án áhrifa óbeinna skatta náði hámarki á árinu 2010 í mars þegar hún var 7,1%. Hún dróst hins vegar hratt saman þegar leið á árið og var orðin 1,7% í desember og hafði verðbólga ekki mælst minni frá því í júlí 2003. Án skattaáhrifa mældist tólf mánaða verðbólga að meðaltali 4,4% á árinu 2010 og var það í ágætu samræmi við spár Seðlabankans, eins og sjá má í töflu 1. 1. Sjá umfjöllun í Ásgeir Daníelsson, Magnús F. Guðmundsson, Svava J. Haraldsdóttir, Þorvarður Tjörvi Ólafsson, Ásgerður Ó. Pétursdóttir, Þórarinn G. Pétursson og Rósa Sveinsdóttir (2009), „QMM: A quarterly macroeconomic model of the Icelandic eco- nomy“, Seðlabanki Íslands, Working Paper, nr. 41. Heimild: Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd 1 Verðbólguspár Peningamála árið 2010 og verðbólga án skattaáhrifa Verðbólga Verðbólga án skattaáhrifa PM 2010/4 PM 2010/3 PM 2010/2 PM 2010/1 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 1. ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj. 4. ársfj. 1. ársfj. 1. ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj. 4. ársfj. Verðbólga án skattaáhrifa árið 2010 var 4,4% 2009 2010 ‘11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.