Peningamál - 01.11.2011, Qupperneq 64
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
1
•
4
64
Á mynd 1 má sjá spár um þróun verðbólgu án skattaáhrifa frá
byrjun árs 2010 til fyrsta fjórðungs í ár. Í Peningamálum 2010/1 er
verðbólgu vanspáð á fyrri helmingi tímabilsins og ofspáð á seinni hlut-
anum. Í síðari Peningamálum ársins er hins vegar tilhneiging til að ofspá
verðbólgu allt spátímabilið, sérstaklega í öðru hefti ársins.
Skekkjur í verðbólguspám yfir lengra tímabil
Við mat á verðbólguspám er horft á meðalskekkju og staðalfrávik spá-
skekkju. Meðalskekkja sýnir meðalfrávik spánna frá mældri verðbólgu.
Meðalskekkjan gefur þannig vísbendingu um hvort bjögun, þ.e. kerfis-
bundið ofmat eða vanmat, er fyrir hendi. Staðalfrávik er mælikvarði á
breytileika spáskekkjunnar og þar með óvissuna í spánni. Eftir því sem
spáð er lengra fram í tímann má að jafnaði búast við því að spáskekkjan
aukist.
Tafla 2 sýnir meðalskekkju og staðalfrávik í verðbólguspám
Seðlabankans allt að fjóra ársfjórðunga fram í tímann frá árinu 1994
til og með janúarspánni í ár, þ.e. í 60 spám. Samkvæmt töflunni hefur
verðbólgu verið vanspáð tvo til fjóra ársfjórðunga fram í tímann og því
meira sem lengra er horft fram á veginn. Meðalskekkjur spánna þrjá og
fjóra ársfjórðunga fram í tímann reyndust vera tölfræðilega marktækar
miðað við 5% öryggismörk, sem þýðir að spárnar voru bjagaðar niður
á við. Hins vegar finnst ekki marktæk bjögun í skekkjum í spám einn og
tvo ársfjórðunga fram í tímann.
Frá því að verðbólgumarkmið var tekið upp í mars árið 2001
hefur Seðlabankinn einnig birt verðbólguspár tvö ár fram í tímann.
Tafla 3 sýnir meðalskekkju og staðalfrávik spáskekkju frá því að bank-
inn tók upp verðbólgumarkmið. Samanburður á töflum 2 og 3 sýnir
að staðalfrávik eins árs spáskekkju er meira eftir að bankinn tók upp
verðbólgumarkmið í samanburði við allt tímabilið, enda hafa sveiflur
í verðbólgu aukist verulega eftir að flotgengisstefnan var tekin upp.2
Einnig er rétt að hafa í huga að ekki voru gerðar eigin spár um þróun
Breyting frá fyrra ári (%) PM 2010/1 PM 2010/2 PM 2010/3 PM 2010/4
Verðbólga 5,6 6,2 5,7 5,4
Verðbólga án skattaáhrifa 4,5 5,1 4,6 4,4
Tafla 1 Verðbólguspár árið 2010
% Einn ársfj. Tvo ársfj. Þrjá ársfj. Fjóra ársfj.
Meðalskekkja 0,0 -0,3 -0,7 -1,2
Staðalfrávik spáskekkju 0,6 1,7 2,5 2,8
Tafla 2 Skekkjur í verðbólguspám Seðlabankans frá 1. ársfj. 1994
Fjöldi mælinga Meðalskekkja (%) Staðalfrávik (%)
Fjórir ársfjórðungar fram í tímann 34 -1,6 3,2
Átta ársfjórðungar fram í tímann 30 -2,8 4,7
Tafla 3 Skekkjur í verðbólguspám Seðlabankans frá 2. ársfj. 2001
2. Sjá umfjöllun í skýrslu Seðlabankans, „Peningastefnan eftir höft“, Sérrit nr. 4, desember
2010.