Peningamál - 01.11.2011, Qupperneq 64

Peningamál - 01.11.2011, Qupperneq 64
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 64 Á mynd 1 má sjá spár um þróun verðbólgu án skattaáhrifa frá byrjun árs 2010 til fyrsta fjórðungs í ár. Í Peningamálum 2010/1 er verðbólgu vanspáð á fyrri helmingi tímabilsins og ofspáð á seinni hlut- anum. Í síðari Peningamálum ársins er hins vegar tilhneiging til að ofspá verðbólgu allt spátímabilið, sérstaklega í öðru hefti ársins. Skekkjur í verðbólguspám yfir lengra tímabil Við mat á verðbólguspám er horft á meðalskekkju og staðalfrávik spá- skekkju. Meðalskekkja sýnir meðalfrávik spánna frá mældri verðbólgu. Meðalskekkjan gefur þannig vísbendingu um hvort bjögun, þ.e. kerfis- bundið ofmat eða vanmat, er fyrir hendi. Staðalfrávik er mælikvarði á breytileika spáskekkjunnar og þar með óvissuna í spánni. Eftir því sem spáð er lengra fram í tímann má að jafnaði búast við því að spáskekkjan aukist. Tafla 2 sýnir meðalskekkju og staðalfrávik í verðbólguspám Seðlabankans allt að fjóra ársfjórðunga fram í tímann frá árinu 1994 til og með janúarspánni í ár, þ.e. í 60 spám. Samkvæmt töflunni hefur verðbólgu verið vanspáð tvo til fjóra ársfjórðunga fram í tímann og því meira sem lengra er horft fram á veginn. Meðalskekkjur spánna þrjá og fjóra ársfjórðunga fram í tímann reyndust vera tölfræðilega marktækar miðað við 5% öryggismörk, sem þýðir að spárnar voru bjagaðar niður á við. Hins vegar finnst ekki marktæk bjögun í skekkjum í spám einn og tvo ársfjórðunga fram í tímann. Frá því að verðbólgumarkmið var tekið upp í mars árið 2001 hefur Seðlabankinn einnig birt verðbólguspár tvö ár fram í tímann. Tafla 3 sýnir meðalskekkju og staðalfrávik spáskekkju frá því að bank- inn tók upp verðbólgumarkmið. Samanburður á töflum 2 og 3 sýnir að staðalfrávik eins árs spáskekkju er meira eftir að bankinn tók upp verðbólgumarkmið í samanburði við allt tímabilið, enda hafa sveiflur í verðbólgu aukist verulega eftir að flotgengisstefnan var tekin upp.2 Einnig er rétt að hafa í huga að ekki voru gerðar eigin spár um þróun Breyting frá fyrra ári (%) PM 2010/1 PM 2010/2 PM 2010/3 PM 2010/4 Verðbólga 5,6 6,2 5,7 5,4 Verðbólga án skattaáhrifa 4,5 5,1 4,6 4,4 Tafla 1 Verðbólguspár árið 2010 % Einn ársfj. Tvo ársfj. Þrjá ársfj. Fjóra ársfj. Meðalskekkja 0,0 -0,3 -0,7 -1,2 Staðalfrávik spáskekkju 0,6 1,7 2,5 2,8 Tafla 2 Skekkjur í verðbólguspám Seðlabankans frá 1. ársfj. 1994 Fjöldi mælinga Meðalskekkja (%) Staðalfrávik (%) Fjórir ársfjórðungar fram í tímann 34 -1,6 3,2 Átta ársfjórðungar fram í tímann 30 -2,8 4,7 Tafla 3 Skekkjur í verðbólguspám Seðlabankans frá 2. ársfj. 2001 2. Sjá umfjöllun í skýrslu Seðlabankans, „Peningastefnan eftir höft“, Sérrit nr. 4, desember 2010.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.