Peningamál - 01.11.2011, Síða 66
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
1
•
4
66
og áætlanir Hagstofunnar á breytingum helstu þjóðhagsstærða má sjá
í töflu 4. Efst í dálkunum sem sýna spárnar er fyrsti ársfjórðungur sem
spáð er fyrir um. Þegar Peningamál 2010/1 voru gefin út 27. janúar
2010 lágu fyrir áætlanir frá Hagstofunni um þjóðhagsreikninga fyrir
þriðja ársfjórðung 2009. Spá bankans fyrir árið 2010 þurfti því að
byggja á spá fyrir fjórða ársfjórðung ársins 2009. Athyglisvert er hins
vegar að þrátt fyrir þetta reyndist spáin sem birt var í Peningamálum
2010/1 besta spáin um þróun þjóðarútgjalda og hagvaxtar á árinu í
heild. Þetta er undantekning því að oftast batna spárnar eftir því sem
meiri upplýsingar berast.
Hluti af skekkjum í spám um vöxt fjárfestingar, og þar með hag-
vaxtar, að undanförnu skýrist af því að tekið hefur verið mið af áform-
um um stóriðjufjárfestingu sem svo hefur seinkað. Spáskekkjurnar
hafa einnig endurspeglað að bankinn hefur talið að bráðabirgða-
tölur Hagstofunnar um fjárfestingu ársins 2010 hafi falið í sér vanmat.
Bankinn hefur byggt þetta mat á fjölda vísbendinga, m.a. innflutningi á
fjárfestingarvöru, niðurstöðum úr eigin könnun um fjárfestingar áform
fyrirtækja og fyrirtækjakönnun Capacent Gallup. Hagstofan mun næst
endurskoða tölur fyrir árið 2010 í mars 2012. Þá fæst betra mat á
hversu vel spár bankans um þróun fjárfestingar og hagvaxtar á árinu
2010 reyndust.
Endurskoðun hagtalna og spáskekkjur
Bæði hér á landi og í öðrum löndum eru sögulegar hagtölur að jafnaði
endurskoðaðar reglulega og endanleg niðurstaða fæst oft ekki fyrr en
að nokkrum árum liðnum. Hér á landi virðist tilhneigingin sú að yfirleitt
eru þessar tölur endurskoðaðar til hækkunar fremur en til lækkunar.5
Vöxtur fjárfestingar á fyrsta ársfjórðungi frá sama tíma árið áður fyrir
árin 2001-2010 var t.d. hækkaður um 1 prósentu að meðaltali frá
fyrstu tölum til þeirra síðustu. Samsvarandi tölur fyrir hina fjórðunga
ársins eru á bilinu 3-6 prósentur. Mynd 5 sýnir þróunina í áætlunum
Hagstofunnar um vöxt fjárfestingar frá sama fjórðungi fyrra árs frá
fyrsta fjórðungi ársins 2001 til annars fjórðungs ársins 2011. Þar sést
að nýjustu tölur liggja jafnan í efri mörkum þess bils sem markast af
Bráða-
Spátímabil frá: 2009/4 2010/1 2010/2 2010/3 2010/4 birgða- Endursk.
tölur tölur
Breyting frá PM PM PM PM PM mars sept.
fyrra ári (%) 2010/1 2010/2 2010/3 2010/4 2011/1 2011 2011
Einkaneysla -1,2 1,1 0,5 -0,3 -0,3 -0,2 -0,4
Samneysla -3,2 -3,0 -3,2 -1,7 -3,5 -3,2 -3,4
Fjármunamyndun -5,7 -10,2 -3,8 -3,7 -4,5 -8,1 -8,0
Þjóðarútgjöld -2,8 -1,9 -0,7 -1,6 -2,4 -2,5 -2,7
Útflutningur 1,5 0,4 -1,2 0,4 0,0 1,1 0,4
Innflutningur 0,0 2,5 1,3 2,9 1,1 3,9 4,0
Hagvöxtur -3,4 -2,6 -1,9 -2,6 -2,7 -3,5 -4,0
Tafla 4 Þjóðhagsspár Peningamála fyrir árið 2010
5. Sjá t.d. Ásgeir Daníelsson (2008), „Accuracy in forecasting macroeconomic variables in
Iceland“, Seðlabanki Íslands, Working Paper, nr. 39.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Ma.kr. á verðlagi ársins 2000
Mynd 4
Fjármunamyndun: Tölur Hagstofu og spár
Seðlabankans
Endurskoðaðar tölur Hagstofu frá september 2011
Bráðabirgðatölur Hagstofu frá mars 2011
Áætlun Hagstofu frá september 2010
Spá PM 2010/4
Spá PM 2011/1
19
21
23
25
27
29
31
33
20102009
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Breyting frá fyrra ári (%)
Mynd 5
Endurskoðun á vexti fjármunamyndunar
Bil hæsta og lægsta mats Hagstofunnar
Síðasta mat Hagstofunnar
‘01 ‘02 ‘03 ‘04 ‘05 ‘06 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10 ‘11
-80
-60
-40
-20
0
20
40
60