Peningamál - 01.11.2011, Qupperneq 75

Peningamál - 01.11.2011, Qupperneq 75
ANNÁLL P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 75 stighækkandi og verði ekki lægra en 20% í lok samningstímans en það jafngildir því að fjárfesting verði ekki lægri en 350 ma.kr. á ári. Lofað var átaki til að koma atvinnulausum í nám með veitingu 2 ma.kr. úr atvinnuleysisbótum yfir í námsúrræði. Ríkisstjórnin hét því að vinna að samræmingu lífeyrisréttinda án þess að skerða áunninn rétt opinberra starfsmanna og skyldi stefnt að því að málið kæmi til kasta Alþingis fyrir þinglok. Loks var lofað að sýna hagsmunaaðilum tillögur um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða áður en þær yrðu lagðar fram. Hinn 6. maí tilkynnti Seðlabankinn að samþykkt hefði verið að kaupa á nafnverði erlend skuldabréf ríkissjóðs fyrir um 346 milljónir evra (jafn- virði um 57 ma.kr.). Gjalddagar bréfanna eru á árunum 2011 og 2012. Viðskiptin voru niðurstaða útboðs meðal fjárfesta á skuldabréfum ríkis- sjóðs sem tilkynnt var um 15. apríl. Um var að ræða tvo skuldabréfa- flokka, samtals að upphæð 1.250 milljónir evra (samtals 204 ma.kr.) að nafnvirði. Fyrir kaupin voru samtals um 800 milljónir evra (130 ma.kr.) útistandandi. Hinn 16. maí breytti matsfyrirtækið Fitch horfum á lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands úr neikvæðum í stöðugar. Hinn 17. maí staðfesti matsfyrirtækið Standard & Poor‘s óbreytta láns- hæfiseinkunn fyrir skuldbindingar Ríkissjóðs Íslands í erlendri mynt. Lánshæfiseinkunn langtímaskuldbindinga í innlendri mynt var lækkuð í BBB-. Hinn 23. maí bauðst Seðlabankinn til að kaupa íslenskar krónur gegn greiðslu í erlendum gjaldeyri. Útboðið var liður í losun hafta á fjár- magnsviðskiptum samkvæmt áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyr- ishafta frá 25. mars 2011. Bauðst Seðlabankinn til að kaupa 15 ma.kr. gegn greiðslu í evrum. Markmið þessara fyrstu aðgerða í fyrri áfanga áætlunarinnar um losun gjaldeyrishafta var að stuðla að því að fjárfestar gætu selt krónueignir sínar með skipulögðum hætti, kysu þeir það. Júní 2011 Hinn 3. júní samþykkti framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fimmtu endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins. Jafnframt var samþykkt að sameina tvær síðustu endurskoðanirnar í eina. Með samþykkt framkvæmdastjórnar- innar varð sjötti áfangi lánafyrirgreiðslu sjóðsins til reiðu, að upphæð 140 milljónir SDR sem er jafnvirði tæplega 26 ma.kr. Hinn 7. júní fór fram útboð á íslenskum krónum gegn greiðslu í erlend- um gjaldeyri sem tilkynnt var um 23 maí. Tilhögun útboðsins var sú að öll samþykkt tilboð miðuðust við það gengi sem þau voru lögð inn á. Alls bárust tilboð að upphæð 61,13 ma.kr. og var tekið tilboðum fyrir 13,4 ma.kr. Meðalverð samþykktra tilboða var 218,89 kr. fyrir evru en lágmarksverð tilboða var 215 kr. Hinn 9. júní gekk ríkissjóður frá samningum um útgáfu skuldabréfa að upphæð 1 milljarður Bandaríkjadala eða um 114 ma.kr. Bréfin bera
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.