Peningamál - 01.11.2011, Page 76

Peningamál - 01.11.2011, Page 76
ANNÁLL P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 76 fasta vexti og eru gefin út til fimm ára á ávöxtunarkröfunni 4,993%. Kjörin jafngilda 3,20% álagi á vexti á millibankamarkaði. Fjárfestar sýndu útgáfunni mikinn áhuga og nam eftirspurn um 2 milljörðum Bandaríkjadala. Hinn 10. júní 2011 samþykkti Alþingi lög nr. 64/2011, um breytingu á lögum nr. 65/2007, um losun gróðurhúsalofttegunda. Breytingin bindur í lög viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Hinn 10. júní samþykkti Alþingi lög nr. 78/2011, um breytingu á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Breytingarnar styrkja ráð- stöfunarrétt kröfuhafa og slitastjórna á eignum, rétt kröfuhafa í öðru ríki gagnvart riftun, setja hæfniskröfur fyrir setu í slitastjórn, staðfesta eftirlitsrétt Fjármálaeftirlitsins gagnvart slitastjórnum og skilanefndum og kveða á um skyldu þeirra til að kynna kröfuhöfum allar umtals- verðar ráðstafanir. Hinn 10. júní samþykkti Alþingi ályktun nr. 42/139 um að skipuð skyldi nefnd til að rannsaka fall sparisjóðanna. Hinn 11. júní samþykkti Alþingi lög nr. 70/2011, um breytingar á stjórn fiskveiða. Lögin auka heimildir til strandveiða og úthluta viðbótarafla í nokkrum tegundum gegn gjaldi. Frádráttur vegna byggðakvóta og strandveiða leggst framvegis að hluta á allar veiðiheimildir fremur en heimildir í viðkomandi fisktegund og í strandveiðum er þrengt að fjöl- skipaútgerðum. Byggðakvóti er aukinn, veiðigjald hækkað úr 9,5% í 13% af reiknaðri framlegð og 15% af því renna til sveitarfélaga. Hinn 11. júní samþykkti Alþingi lög nr. 73/2011, sem lögfestu atriði í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga í maí. Hinn 11. júní samþykkti Alþingi lög nr. 81/2011, sem framlengdu tímabundna heimild Seðlabanka Íslands til að takmarka eða stöðva tiltekna flokka fjármagnshreyfinga og gjaldeyrisviðskipti vegna þeirra til 30. september 2011. Hinn 14. júní tilkynnti Fjármálaeftirlitið að það hefði samþykkt sam- runa Avant hf. og SP fjármögnunar hf. við Landsbankann hf. undir nafni Landsbankans. Hinn 15. júní ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að halda vöxtum bankans óbreyttum. Vextir á viðskiptareikningum fjármála- fyrirtækja voru því áfram 3,25%, hámarksvextir á 28 daga innstæðu- bréfum 4,0%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,25% og dag- lánavextir 5,25%. Hinn 16. júní bauðst Seðlabankinn til að kaupa evrur gegn greiðslu í ríkisverðbréfum. Útboðið var liður í losun gjaldeyrishafta. Markmið aðgerðanna var að endurheimta þann gjaldeyri sem Seðlabankinn nýtti til kaupa á aflandskrónum í fyrra útboði og selja krónur aðilum sem tilbúnir voru til að eiga þær í a.m.k. fimm ár. Bauðst Seðlabankinn

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.