Peningamál - 01.11.2011, Page 81

Peningamál - 01.11.2011, Page 81
ANNÁLL P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 81 stofnana mega ekki vera meiri en reglulegar tekjur á hverjum þremur árum og samanlagðar skuldir og skuldbindingar mega ekki fara fram úr 150% af reglulegum tekjum. Sveitarfélög fá tíu ár til að laga sig að lögunum. Hinn 21. september ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að halda vöxtum bankans óbreyttum. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana voru því áfram 3,5%, hámarksvextir á 28 daga inn- stæðubréfum 4,25%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,5% og daglánavextir 5,5%. Hinn 26. september úrskurðaði Fjármálaeftirlitið að Íslandsbanki hf. væri hæfur til að fara með svo stóran (virkan) hlut í BYR hf. að BYR verði talið dótturfyrirtæki bankans. Hinn 28. september tilkynnti Fjármálaeftirlitið að það hefði aftur- kallað innheimtuleyfi SPRON Factoring hf. og starfsleyfi Vaxta hf. - verðbréfamiðlunar, sem og starfsleyfi Landsbanka Íslands hf. (gamla Landsbankans) að hluta, þar sem kveðinn hefði verið upp úrskurður um slit bankans.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.