Glóðafeykir - 01.04.1989, Page 8

Glóðafeykir - 01.04.1989, Page 8
6 GLÓÐAFEYKIR Kveðja til félagsmanna og starfsfólks Olafur Friðriksson Sex ár er ekki langur tími, einkum þegar horft er til baka. Engu að síður var margt sem bar til tíðinda á þeim árum, sem ég var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga. Mikil uppbyggingfórfram hjá félaginu og raunar í héraðinu öllu, þó vissulega væri við erfiðleika að fást, m.a. í landbúnaðinum. Nú á tímum eru þjóðfélagsbreytingar örar. Það sem þykir sjálfsagt í dager orðið úrelt á morgun. Það, að vera fljótur að aðlaga sig breyttum aðstæðum, skilur oft á milli. Að þessu leyti hefur vel tekist til hjá K.S. Einn helsti auður hvers félags eða fyrirtækja er að eiga traust og vakandi starfsfólk, starfsfólk sem er tilbúið að takast á við þau verkefni sem að höndum ber og leysa þau farsællega. Þetta er og hefur verið styrkur Kaupfélags Skagfirðinga í gegnum árin. Eg er þakklátur fyrir þann tíma, sem mér gafst tækifæri til að starfa með Skagfírðingum. Eg minnist hinna fjölmörgu deilda-, stjórna- og aðalfunda K.S. með ánægju og er reynslunni ríkari. Þó svo að leiðir hafi skilið að sinni mun ég áfram starfa að samvinnumálum, kaupfélögunum til framdráttar. Um leið og ég og fjölskylda mín þökkum skagfirskum samvinnumönnum fyrir samstarfið óskum við Skagfirðingum allra heilla á komandi árum.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.