Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 19

Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 19
GLÓÐAFEYKIR 17 voru að tala um það á fundinum í dag að þessi búð væri orðin gömul og úrelt, en þetta er besta búð í heimi og vertu blessaður og sæll”.” Þá biðu þeir bara Guttormur er enn brosandi af þessum fleygu orðum Magnúsar og ég spyr hann hvort að menn hafi ekki verið miklu harðari annað hvort með eða á móti kaupfélögum hér áður fyrr? „Jú línurnar voru miklu skarpari hér á árum áður, segir hann, þeir voru margir sem ekki versluðu annarsstaðar en í kaupfélaginu og fengju þeir ekki hlutina þar, þá bara biðu þeir eftir þeim. Þetta var í ætt við trúarbrögð og ekkert einsdæmi. Ég nefni sem dæmi föður minn; fengist varan ekki í kaupfélaginu, þá keypti hann hana bara alls ekki. Svona voru líka þeir Arngrímur í Litlugröf, Albert á Páfastöðum og fleiri dyggir samvinnumenn. Þeir menn voru lika til sem vildu helst ekki versla í búð kaupfélagsins. Til að forðast þau viðskipti stofnuðu þeir annað félag, Verslunarfélagið. Það varð að vísu ekki langlíft því að vörnin hjá Kaupfélagi Skagfirðinga undirstjórn Sigfúsarvar hörð. Að baki honum stóðu miklir hæfileikamenn, rithöfundar eins og Gísli í Eyhildarholti, traustir og einlægir samvinnumenn, eins og Kristján Hansen, Árni Hafstað og fleiri sem snéru hverri vörn í sókn. Verslunarfélagið sem var stofnað í kringum 1928 lognaðist þess vegna fljótlega útaf’. Lá við að þingheimur berðist Talið berst að pólitíkinni, en eins og flestum ætti að vera kunnugt hefur Guttormur starfað mikið og lengi í Framsóknarflokknum. Hann er búinn að fylgjast lengi með og hefur séð menn koma og fara á þeim vettvangi. „Það var miklu meiri harka í stjórnmálum í gamla daga. Ég man til dæmis eftir fundinum mikla á Læk árið 1931, þegar Steingrímur Steinþórsson var að geysast af stað í pólitíkina, eftir að þing var rofið. Á þeim fundi var gífurlegur hiti í mönnum og lá við að þingheimur berðist. Samkomuhúsið á Læk var bæði gamalt og þröngt og þarna sátu menn bæði og stóðu. Þar á meðal var fjöldinn allur af framsóknarmönnum sem sat á bekk einum gömlum og hrörlegum. Mitt í öllum látunum gaf bekkurinn undan og hrundi. Þá varð einum sjálfstæðismanninum að orði, „þarna hrundi framsóknarbekkurinn”.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.