Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 41

Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 41
GLÓÐAFEYKIR 39 Fallnir félagar Þessir þættir um látna félaga Kaupfélags Skagflrðinga eru, eins og hinir fyrri, skráðir af Gísla heitnum Magnússyni í Eyhildarholti, sem um langt árabil var formaður stjórnar K.S. Þeir eru flestir skrifaðir skömmu eftir lát viðkomandi og upplýsingar því stundum miðaðar við ritunartíma. Ber að hafa þetta í huga við lestur þáttanna. Jónas Björnsson, vélstjóri frá Keflavík, lést af slysförum hinn 29. apríl 1977. Hann var fæddur að Ytri-Húsabakka í Seyluhreppi 16. apríl 1925, sonur Björns bónda þar Pálmasonar og konu hans Sigurbjargar Jónsdóttur Ósmanns í Utanverðunesi; var Jónas albróðir Jóns, sjá Glóðaf. 21, bls. 68. Móðir Jónasar var sjúklingur, er drengurinn fæddist, komst eigi til heilsu og dó skömmu síðar; faðir hans var eigi heldur heill og lést áður en Jónas var fullra fjögurra ára. Þegar við fæðingu var Jónas fluttur að Keflavík í Hegranesi og tekinn í fóstur af Gunnari bónda þar Ólafssyni og konu hans Sigurlaugu Magnúsdóttur frá Utanverðu- nesi, afasystur sinni, ólst þar upp fram undir tvítugsaldur, var þar og löngum viðurloða síðar á ævinni, unni þeirri jörð um aðra staði fram og var oftast við Keflavík kenndur. Jónas í Keflavík var fæddur veiðimaður, sjómaður og skytta. Hann var lagvirkur ágætlega, vélhneigður mjög og gerðist vélstjóri á ýmsum skipum, bæði hjá Útgerðarfélagi Skagfirðinga o. v., síðast fyrsti vélstjóri á togskipinu Trausta frá Suðureyri í Jónas Björnsson

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.