Glóðafeykir - 01.04.1989, Page 66

Glóðafeykir - 01.04.1989, Page 66
64 GLÓÐAFEYKIR ráðlagði sjálfur, varð alls staðar aufúsugestur og alls staðar heimilisvinur, þar sem hann kom. Hann var á sífelldu ferðalagi milli varðstöðvanna, allt utan frá sjó og upp að jöklum. Varðmennirnir dáðu hann, bæði sem húsbónda og félaga og jafnan þegar Sigurð bar að garði var slegið upp veislu í tjöldunum. Allar þessar ferðir fór hann á hestum og mátti segja, að hann færi ekki afhestbakifrávori ogfram á haust. Hann átti á þessum árum afburða duglega ferðahesta, sem flest mátti bjóða. Vatnsföllin reið hann næstum hvar sem að þeim kom, og þótti sumum þá stundum djarft telft. En Sigurður treysti á þrek og fótfimi hesta sinna og honum brást hvorugt. Hann komst alltaf leiðar sinnar”. (Magnús H. Gíslason). Sigurður var hneigður til skógræktar. Var á námskeiði í skógrækt hjá Hákoni skógræktarstjóra Bjarnasyni í Reykjavík og Múlakoti 1942-1943, en á stríðsárunum varð eigi komist utan til náms. Veturinn 1949 var hann „nokkra mánuði í Tromsfylki í Noregi og jók við þekkingu sína í skógrækt undir handleiðslu Reidars Bathens fylkisskógstjóra”. Árið 1950 var hann skipaður skógarvörður í Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum. Hafði hann þá fyrir nokkru hafið störf á vegum Skógræktar ríkisins, komið á fót uppeldisstöð fyrir plöntur í Varmahlið og annast hana af stakri alúð, en sýslunefnd Skagafjarðarsýslu hafði gefið drjúga sneið af landi Reykjarhóls til skógræktar. Um þessar mundir voru umsvifin vegna sauðfjárveiki- varna farin stórum að minnka, og gat því Sigurður gefið sig þeim mun meir að skógræktinni. Vann hann bæði mikið og gott starf á því sviði. Munu ávextir þess starfs koma æ betur í ljós, er árin líða. Sigurði þótti vænt um hvern skógarlund er hann, beint eða óbeint, hjálpaði til að koma upp og græða. Ef til vill hefur honum þótt vænst um Hólaskóg, en á síðustu skólastjórnarárum Kristjáns Karlssonar á Hólum í Hjaltadal fékk Skógræktarfélag Skagfirðinga og Hólaskóli umráð yfir 80 ha landsvæði til skógræktar í Raftahlíð ofan við Hólastað. ,,Á hverju vori safnaði Sigurður saman tugum manna til þess að planta í þennan reit. Og ég held að honum hafi aldrei orðið liðs vant því að öllum þótti gott að hlýða kalli Sigurðar. Á Hólum er nú búið að planta í 50 ha og mörg trén orðin hin vöxtulegustu”. (M.H.G.) Fyrstu jólatrén í þessum reit voru felld fyrir síðustu jól (1977), þ.á.m. allt að 3,5 m há stafafura, aðeins 14 ára gömul. Árið 1940 kvæntist Sigurður Sigrúnu Jóhannsdóttur bónda á Úlfsstöðum í Blönduhlíð, Sigurðssonar og konu hans Ingibjargar Gunnlaugsdóttur frá Miðgrund, sjá Glóðaf. 16, bls. 74. Þau höfðu

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.