Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 68

Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 68
66 GLÓÐAFEYKIR kjarkmiklir og æðrulausir, þótt á gæfi. Má það vera til marks, að móðuramma Isaks, Magnea Guðmundsdóttir, „ brá sér í vor (þ.e. vorið 1978) til Kanaríeyja í skemmtiferð, verkakona hátt á áttræðisaldri. Svo tókst til, að þegar hún kom heim, lá dóttursonur hennar á líkbörum, en tengdasonur, Þorfinnur, dauða nær á sjúkrahúsi. Sá þó enginn, að henni væri brugðið, nema hvað hún talaði fátt að fyrra bragði. Sama mátti segja urn dóttur hennar, Sigurbjörgu, rnóður Isaks.” Isak ólst upp með foreldrum sínum til 18 ára aldurs, hinn fjórði í röðinni af níu systkinum. Lauk miðskólaprófi 1963. Stundaði nám vetrarlangt í lýðskóla í Danntörku, þá tók við Iðnskólinn í Neskaupstað, 1. og 2. bekkur, síðan nám í útvarpsvirkjun við Iðnskólann í Reykjavík. lauk námstíma í þeirri grein, en tók eigi sveinspróf.” Síðan dvaldist hann á Þórshöfn og Höfn í Hornafirði við ýmis störf þar til haustið 1971, er hann flvtur til Sauðárkróks. Vann frá hausti 1971 til ársloka 1974 hjá Ástvaldi Guðmundssvni við útvarpsvirkjun. Hefur síðan nám í rafvirkjun við Iðnskóla Sauðárkróks og lýkur þaðan sveinsprófi vorið 1977. Starfaði hjá Rafafli sf. á Sauðárkróki.” Árið 1974 gekk ísak að eiga Heiðbjörtu meinatækni Kristmundsdóttur rith. og fræðimanns á Sjávarborg, Bjarnasonar bónda á Grímsstöðum í Svartárdal fram, Kristmundssonar bónda í Melrakkadal i Víðidal vestur, Guðmundssonar, og konu hans Hlífar Árnadóttur kaupmanns og bónda á Sjávarborg, Daníelssonar, og konu hans Heiðbjartar Björnsdóttur frá Veðramóti, alsystur Guðmundar frá Tungu, sjá Glóðafeyki 9, bls. 51. Kona Bjarna á Grímsstöðum og móðir Kristmundar á Sjávarborg og þeirra mörgu systkina var Kristín Sveinsdóttir bónda á Ytri-Kotum í Norðurárdal og síðar í Þorsteinsstaðakoti í Tungusveit, Friðrikssonar, og fyrri konu hans, Sólborgar Pétursdóttur. Var Kristmundur frá fyrstu bernsku alinn upp hjá presthjónunum á Mælifelli, síra Tryggva Kvaran og frú Önnu Grímsdóttur Thorarensen. Lífið virtist brosa við þessum ungu og efnilegu hjónum, Isak og Isak Þorfumsson

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.