Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 34

Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 34
32 GLOÐAFEYKIR Byggðin á Sauðárkróki þandist mjög fljótt suður malirnar og austur á sjávarkambinn. Var því ákveðið 1965 að reisa aðra kjörbúð á þessu svæði til að ekki þyrfti að gera langa ferð til matarinnkaupa. Byggingarframkvæmdir hófust um sumarið og árið eftir var byrjað að versla í Smáragrundar útibúinu. Verið að losa flutningavél sem kom beint frá Þýskalandi með raftœki til kaupfélagsins 22. ágúst 1970. Byggingavörur voru seldar í Gránu og byggð var vörugeymsla vestan við hana, en aðstöðu fyrir grófu vörurnar vantaði. En eftir að vörugeymsluhús var byggt á bak við Laufás, skapaðist aðstaða fyrir byggingavörur á þeirri lóð. Arið 1952 keypti kaupfélagið Laufás og var því húsi breytt í verslun. Árið 1957 í júnímánuði var þar opnuð byggingavöruverslun. Þar voru einnig seld raftæki, sem félagsmenn þörfnuðust nú í auknum mæli vegna rafvæðingar í sveitum. Með auknum umsvifum þurfti meira landrými og þegar leyfi bæjaryfirvalda fékkst fyrir landi undir byggingavörusölu úti á Eyri var grófvöruafgreiðslan flutt þangað. Umræður um stað fyrir aðalstöðvar kaupfélagsins hófust upp úr 1950. Var einkum rætt um tvær leiðir. Að byggja á sama stað eða flvtja

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.