Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 71

Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 71
GLOÐAFEYKIR 69 meir en vit. hann var maður „hinna fornu dyggða”, traustur og orðheldinn, trúr sjálfum sér og öðrum og fór aldrei rasanda ráði. Haraldur á Völlum átti mikinn og góðan hlut að sönglífi þessa héraðs. Hann var gæddur bjartri og óvenju blæfagurri tenórrödd og hefði vafalaust getað hlotið mikinn frama sem þeir sveitungar hans, Sigurður Skagfield og Stefán íslandi, ef kosið hefði að gera söng að ævistarfi, enda sagði Magnús organisti, er svo var jafnan nefndur, söngkennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri, við Harald, að ef hann eignaðist þúsund krónur, þá skyldi hann „leggja þær í röddina”. Haraldur eignaðist 1000 krónur, en hann kaus að feta í slóð feðra sinna og gerast bóndi. Haraldur var einsöngvari með Bændakórnum skagfirska, er talinn var einn bestur söngflokkur á Islandi á sinni tíð. Síðar, í árslok 1927, gerðist hann einn af stofnendum karlakórsins Heimis og söng með honum um nokkurt árabil. Að loknum glæsilegum söngferli var hann kjörinn heiðursfélagi kórsins. Haraldur Jónasson var hár maður og íturvaxinn, andlitsfríður og sviphreinn. Hann var ágætlega greindur og skýr í hugsun, alvörumaður að eðli, skapríkur og eigi hneigður til undansláttar, þótt fátalaður væri að jafnaði og þurr á manninn á stundum, en glaðvær í góðvina hópi og gat þá leikið á als oddi. Hann var drengskaparmaður, trygglyndur og vinafastur og minnilegur þeim, sem með honum unnu. Friðrik Jónsson, útgerðarmaður í Hofsósi, lést snögglega hinn 16. maí 1978. Hann var fæddur á Grund í Svarfaðardal 23. okt 1894, sonur Jóns bónda í Brekkukoti í sömu sveit, Friðrikssonar, Jónssonar, og konu hans Guðrúnar Björnsdóttur frá Jarðbrú í Svarfaðardal. Kona Friðriks eldra og móðir Jóns í Brekkukoti var Margrét Björnsdóttir bónda að Grund, Björnssonar, og konu hans Ingigerðar Jónsdóttur, Olafssonar. „Eru í þessum ættliðum orkumikið greindar- og dugnaðarfólk og athafnasamt, sem ekki lét bugast þótt oft risu öldur á ævisjónum”. Svo mælir Snorri Sigfússon, hinn kunni skólamaður og námstjóri og mátti gerst um vita, enda voru þeir Friðrik í Hofsósi systrasynir. Mun Friðrik síst hafa farið varhluta af þessum eðliskostum ættmanna sinna. Friðrik ólst upp með foreldrum sínum fram yfir fermingaraldur. Arið 1910 missti hann föður sinn í sjóinn, fluttist eftir það með móður sinni til Sigríðar systur sinnar og manns hennar Jóns Pálssonar, er bjuggu að Stafnshóli í Deildardal og síðan að Miðhúsum í Oslandshlíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.