Glóðafeykir - 01.04.1989, Síða 76
74
GLÓÐAFEYKIR
umbótavilja. Má víslega ætla, að lífsfylling hans og ríkust ánægja hafi
falist í því að skila vönduðu verki, enda kastaði hann aldrei höndum til
neins, sem hann tókst á hendur.
Bessi Gíslason, fyrrverandi bóndi og hreppstjóri í Kýrholti í
Viðvíkursveit, andaðist 19. okt. 1978.
Hann var fæddur í Kýrholti 3. júní 1894, sonur Gísla bónda þar
Péturssonar á Læk i sömu sveit, og konu hans Margrétar Bessadóttur
bónda og hreppstjóra í Kýrholti, Steinssonar.
Foreldrar Péturs á Læk voru Guðmundur
bóndi á Unastöðum í Kolbeinsdal,
Þorkelsson, og kona hans Lilja Sigurðardóttir
eldra bónda á Víðivöllum í Blönduhlíð,
Jónatanssonar bónda á Uppsölum í sömu
sveit, Þorfinnssonar. Foreldrar Bessa eldra í
Kýrholti voru Steinn, bóndi á Gautastöðum
í Stíflu, Jónsson bónda á Heiði í Sléttuhlíð,
Jónssonar, og kona Steins Herdís Einars-
dóttir prests á Knappsstöðum í Stíflu,
Grímssonar. Kona Bessa eldra í Kýrholti og
tengdamóðir Gísla Péturssonar var Guðrún
Pálmadóttir bónda í Brimnesi í Viðvíkur-
sveit, Gunnlaugssonar, og konu hans
Margrétar Guðmundsdóttur bónda í Tungu
í Stíflu. Stóðu að Bessa Gíslasyni sterkir
ættstofnar bændafólks á alla vegu allt utan úr Fljótum og fram í
Blönduhlíð.
Bessi ólst upp með foreldrum sínum og systrum tveim. Var
Kýrholtsheimilið um flest til fyrirmyndar, þrifnaður og reglusemi í
hvívetna, utan bæjar sem innan, fornar hefðir í heiðri hafðar án þess að
tíminn stæði nokkru sinni kyrr, gestrisni svo einlæg og hlý, að þar leið
hverjum manni vel.
Bessi stundaði nám í Hólaskóla og lauk búfræðiprófi 1913, tók við
búi í Kýrholti af foreldrum sínum 1915 og bjó þar í hálfa öld óslitið að
undanskildum tveim árum, 1928-1930, er hann bjó á Miklahóli, næsta
bæ. Arið 1966 seldi hann jörð og bú í hendur syni sínum og
tengdadóttur, var hjá þeim um 8 ára skeið uns hann fór til dvalar að
elliheimilinu Asi í Hveragerði, var þar árlangt og síðan á elliheimilinu
Bessi
Gíslason