Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 27

Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 27
GLÓÐAFEYKIR 25 sem þá var nefnd „Uppsalir”. Árið 1913 var húsið síðan selt til að bjarga félaginu frá gjaldþroti. Um og eftir 1918 fer að rofa aftur til hjá félaginu. Má í því sambandi vitna í fundargerð aðalfundar frá 22. febr., 1918, en þar segir: ,,Samþykkt að auk hinna venjulegu vörupantana deilda, hafí félagsstjórnin heimilid til að panta nauðsynjavöru þ.á.m. nauðsynlegar smávörur til skiptingar meðal félagsmanna, eftir sérstakri pöntun”. Þá var samþykkt, að verðlag á öllum aðfluttum vörum félagsins ,,sé sem næst verðlagi samskonar vara hjá kaupmönnum í grenndinni, og um áramót sé verslunarágóðanum að frádregnu ákveðnu hundraðsgjaldi til kaupfélagssjóðs skipt með félagsmönnum, eftir skuldlausum viðskiptum þeirra við félagið og sé helmingur ágóðans útborgað, en hinn helmingurinn lagður í stofnsjóð í vörslu félagsins. Þó sé alltaf einhver hluti ágóðans geymdur til næsta árs til að mæta væntanlegri rýrnun, sem verða kynni á vöruleifum”. Á sama fundi er samþykkt að ráða „hygginn og áreiðanlegan” mann, sem jafnframt yrði formaður eða framkvæmdastjóri félagsins og hefði hann aðsetur á Sauðárkróki. „Laun framkvæmdastjóra fari ekki fram úr 3000 kr., auk húsnæðis, þar að auki hafi hann þetta ár 1% af útsöluverði aðfluttrar vöru. Aftur á móti greiði hann laun annarra starfsmanna á Sauðárkróki, nema fram- og uppskipun. Þá ábyrgist framkvæmdastjóri rýrnun sem ekki er af völdum náttúruhamfara. Fær hann 1% af seldum vörum til að mæta rýrnun á þeim”. Ekki er vafi að ráðning Sr. Sigfúsar Jónssonar í kaupfélagsstjórastarfið í framhaldi af þessari samþykkt 1918, hefur verið happadrjúgt spor, og stór spurning hver framtíð kaupfélagsins hefði orðið hefði hans ekki notið við. En að ári liðnu eftir þessar breytingar, sem getið er í fundargerðinni frá 22. febr. 1918 eða á aðalfundi 28. febrúar 1919, skilar sr. Sigfús 12.666.88 kr. ágóða af rekstri ársins. Og um leið og hann heldur traustum tökum um stjórnvölinn, reifar hann hugmyndir er til framfara horfa. Hann brýnir félagsmenn til dáða um leið og hann varar við að eyða meiru en aflað er. Sláturhúsið Eins og fyrr segir var stofnað sérstakt félag um sláturhúsið, sem reist var 1908. En árið 1927 er farið að ræða um að kaupfélagið byggi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.