Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 65

Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 65
GLOÐAFEYKIR 63 Sigurður Jónasson, varðstjóri og skógarvörður, Laugarbrekku hjá Varmahlíð, lést snögglega hinn 11. apríl 1978. Hann var fæddur á Bjarteyjarsandi á Hvalfjarðarströnd 29. jan. 1910, sonur Jónasar bónda þar Jóhannessonar og seinni konu hans Guðfinnu Jósefsdóttur, er bæði voru Borgfirðingar að ætterni, Sigurður óx upp með foreldrum sínum þar á Bjarteyjarsandi fram yfir tvítugsaldur, gekk i Reykholtsskóla haustið 1932 og stundaði þar nám í tvo vetur, hélt til Þýskalands sumarið 1934, dvaldi þar vetrarlangt hjá þýskum manni, Poulsen að nafni, er hélt uppi eins konar skóla og hafði mikil og góð áhrif á unga menn, er með honum voru. Um sumarið eftir ferðaðist Sigurður víða með félaga sínum og vini, Þorsteini Jósefssyni frá Signýjarstöðum í Hálsasveit, einkum um Suður-Þýskaland og Sviss. Arið 1937 réðst Sigurður til starfa hjá Sauðfjárveikivörnum ríkisins og var þá um sumarið við vörslu á Kaldadal. Ari síðar, 1938, var honum falin yfirumsjón mæðiveikivarna við Héraðsvötn og Blöndu. Fluttist hann þá alfari hingað til Skagafjarðar og hér vann hann ævistarf sitt, bæði mikið og gott. Um þessar mundir var mæðiveikin að vísu komin austur yfir Blöndu á nokkrum stöðum, en þó var þar sett niður varnargirðing og önnur við Héraðsvötn og vörslumenn við bæði fljótin. Er öldungis víst að engum einum manni var þar meir að þakka en Sigurði Jónassyni, að mæðiveikin var stöðvuð við Héraðsvötn. Árvekni hans, trúmennska og dugnaður í starfi var með eindæmum, hyggindi og frábær lagni við að leysa torveld vandamál. „Þessi varnarmál voru oft viðkvæm og vandmeðfarin og því fór fjarri, að það væri alltaf auðvelt að greiða úr þeim flækjum, sem þar vildu myndast. En með sanngirni, rósemi og festu, tókst Sigurði það alltaf giftusamlega. Hann þurfti aldrei að höggva á neinn hnút, hann leysti þá ávallt og jafnan með þeim hætti, að allir sáu og viðurkenndu að rétt var unnið og á þann veg, sem öllum gegndi sem best. Dugnaður hans og árvekni við varðgæslustörfin var með fádæmum. Hann heimsótti bændur vítt og breitt um þau héruð, sem þarna áttu hlut að máli. Sótti jöfnum höndum til þeirra ráð og Sigurður Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.