Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 35
GLOÐAFEYKIR
33
suður fyrir byggðina og byggja á lóð norðan Mjólkursamlagsins. Þá
var sótt um lóðina sem Búnaðarbankinn stendur á, en fékkst ekki.
Árið 1974 bauðst félaginu lóð í fyrirhuguðum miðbæjarkjarna við
Ártorg. Var strax hafist handa. Þó gengu framkvæmdir fremur hægt
framan af, enda engir lánasjóðir sem hægt var að sækja til í þessu efni.
En samt var byggingunni þokað áfram og 19. júlí 1983 var
Skagfirðingabúð opnuð. Með tilkomu hennar lögðust niður aðrar
verslanir félagsins á Sauðárkróki nema kjörbúðin við Skagfirðinga-
braut, byggingavöruverslun á Eyri og varahlutaverslunin sem einnig
annaðist nú sölu landbúnaðarvéla.
í janúarlok 1989 var svo kjörbúðinni einnig lokað, svo nú er
verslunin, að undanskilinni þeirri er að framan greinir, öll undir sama
þaki.
Á annarri hæð nýja kaupfélagshússins hefur skrifstofum félagsins
verið búin glæsileg aðstaða, en þriðja hæðin er að mestu í útleigu, enn
sem komið er.
Trésmíðaverkstæði
Fljótlega eftir að mjólkursamlagið var reist var farið að ræða um að
stofna byggingarsamvinnufélag og koma upp byggingavörudeild. Var
kosin sérstök nefnd til að gera tillögur um þau mál. Lagði hún fram
tillögur í 6 liðum. Ekki varð af framkvæmdum, en tillögunni var haldið
vakandi. En það er ekki fyrr en 1950 sem trésmíðaverkstæði félagsins
tók til starfa. Hugmynd nefndarinnar var að verkstæðið annaðist
aðallega smíði á hurðum, gluggum og eldhúsinnréttingum fyrir
félagsmenn, en K.S lánaði timbur til steypumóta gegn sanngjarnri
greiðslu. Málin þróuðust þó ekki alveg svona, en verkstæðið vann
aðallega fyrir kaupfélagið sjálft.
Það var starfrækt samfellt til ársloka 1988, er það var selt.
Bifreiða- og vélaverkstæði
Þegar vélvæðing hófst fyrir alvöru upp úr kreppunni, lögðu
félagsmenn mikla áherslu á, að kaupfélagið hefði til sölu þær vélar,
sem bændur vildu kaupa.
Árið 1936 var samþykkt tillaga um, að kaupfélagið keypti
heyvinnuvélar á lager og seldi með afborgunarskilmálum. Árið 1943