Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 63

Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 63
GLÓÐAFEYKIR 61 Þorsteinsdóttur. Frá börnum þeirra hjóna og ferli segir í æviþætti Jóns, sem áður er vísað til. Jón Sigfússon andaðist 22. ágúst 1957. Fljótlega kom þar, eftir að þau hjón fluttu til Sauðárkróks, að Jórunn hæfi störf að félagsmálum ýmsum, einkum í kvenfélagi staðarins, og var hún þar í forsæti um nær 20 ára skeið samtals, enda vel til forystu fallin fyrir dugnaðar sakir og stjórnsemi. Þá var hún og formaður Sambands skagfirskra kvenna um árabil, sat mörg þing Kvenfélagasambands Islands og lét þar mörg mál til sín taka. Hinn 7. des. 1958 kaus Kvenfélag Sauðárkróks hana heiðursfélaga sinn. Leiklistin heillaði Jórunni, enda starfaði hún mikið í Leikfélagi Sauðárkróks og var sjálf ágætur leikari. Arið 1958 flutti Jórunn til Reykjavíkur enda börn hennar sest þar að. Síðustu 3 árin var hún á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Jórunn Hannesdóttir var meir en meðalkona á vöxt, fönguleg á velli og fyrirmannleg, glæsileg kona á yngri árum. Hún var geðrík nokkuð og skapheit, ljósgreind, víðlesin og stálminnug. Hún hafði yndi af fögrum bókmenntum, einkum ljóðum, var skáldmælt í besta lagi, en hafði lítt í hámæli. Hún var félagslynd hugsjónamanneskja, samvinnuhugsjónin var henni allt að því átrúnaður, taldi hana miða að því að skapa betri og réttlátari heim. Jórunn Hannesdóttir var mannkostakona og skörungur að allri gerð. Þórður Jóhannesson, trésmiður á Sauðárkróki, andaðist hinn 15. mars 1978. Hann var fæddur á Sævarlandi á Laxárdal ytra 13. júlí 1890, sonur Jóhannesar bónda og skipstjóra frá Heiði í Sléttuhlíð, Jóhannessonar bónda og skipstjóra á Heiði, Finnbogasonar, en móðir hans og kona Jóhannesar var Guðbjörg Björnsdóttir dbrm. og hreppstjóra á Skálá í Sléttuhlíð, Þórðarsonar hreppstjóra á Illugastöðum í Flókadal, Péturssonar, en móðir Guðbjargar og barnsmóðir Björns á Skálá var María vinnukona hans frá Teigi í Óslandshlíð, Skúladóttir og Ragnheiðar Jónsdóttur ekkju Þorkels bónda þar, Jónssonar. Þórður ólst upp með foreldrum sínum til 10 ára aldurs, næstelstur 5 systkina, en fór þá til þeirra Hraunahjóna, Guðmundar Davíðssonar og Ólafar Einarsdóttur og reyndust honum bæði vel, sem vænta mátti. Snemma hneigðist hugur hans til smíða, fór til Noregs 1910, er hann stóð á tvítugu og vann þar við smíðar um eins árs skeið, hvarf að því búnu aftur upp til Islands og lauk smíðanámi á Akureyri, vann síðar við smíðar alla ævi meðan entist heilsa og þrek, m.a. nokkur ár á

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.