Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 9

Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 9
GLOÐAFEYKIR 7 Kynning á kaupfélagsstjóra Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri. Þórólfur Gíslason tók við starfi kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Skagfirðinga þann 1. júní, 1988. Þórólfur er ættaður af Austfjörðum, fæddur á Eskifirði 19. mars, 1952. Foreldrar: Gísli M. Þórólfsson og kona hans Þuríður Briem. Gísli faðir Þórólfs var Reyðfirðingur, sonur Þórólfs Gíslasonar og Katrínar Jóhannsdóttur. Þuríður móðir Þórólfs er fædd að Eyjum í Breiðdal, dóttir Olafs Briem og Kristínar Hannesdóttur. Þórólfur hóf nám í Samvinnuskólanum haustið 1972 og lauk þaðan prófi vorið 1974. Innritaðist síðan í framhaldsdeild skólans sama haust og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1976. Þórólfur hóf störf sem kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Langnesinga á Þórshöfn sumarið 1976 og gegndi því starfi þar til hann gerðist kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga. Kona Þórólfs er Andrea Dögg Björnsdóttir kennari og er hún ættuð frá Þórshöfn. Glóðafeykir óskar Þórólfi velgengni í vandasömu starfi og árnar þeim hjónum allra heilla á nýjum slóðum meðal Skagfirðinga.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.