Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 49

Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 49
GLÓÐAFEYKIR 47 Marvin ólst upp með foreldrum sínum, lengstum á Hrauni, ásamt með fjórum bræðrum og einni systur; voru þau öll þrekmikil og þeir bræður sumir afarmenni að burðum, sem þeir áttu kyn til, en stilltu alla jafna afli sínu í hóf, enda gæflyndir og eigi uppnæmir. Arið 1913 setur Marvin saman bú í Enni og býr þar óslitið til 1949, flytur þá á nýbýlið Sandfell, er Páll sonur hans reisir um þær mundir í landi Ennis og dvelst þar til æviloka, síðustu árin í skjóli sonar síns. Hugur Marvins var alla stund bundinn búi hans og heimili, og aldrei mun það hafa flökrað að honum að hafa afskipti af opinberum málum, enda óhlutdeilinn um annarra hagi svo sem mest mátti verða. Oft fór hann í róður til að afla fanga og lenti þá stundum í háska, hrökk t.a.m. eitt sinn fyrir borð, „ en kraflaði sig að bát, þó að ósyndur væri” og fannst fátt um, enda æðrulaus maður. Arið 1914, hinn 10. des., gekk Marvin að eiga Stefaníu Magnúsdóttur, ættaða af Héraði austur. Hún lést 1958. Fjögur eru börn hjóna: Margrét, húsfreyja í Hafnarfirði, Hulda, húsfreyja í Eyjafirði norður, Páll, bóndi í Sandfelli og Sóley, husfreyja í Hafnarfirði. „Marvin Þorleifsson var í meðallagi hár, þéttvaxinn og nokkuð feitlaginn... er á ævina leið; hann var skolhærður, sléttur í andliti til hins síðasta. Hann var hraustur maður á yngri árum, eins og hann átti kyn til, en hæggerður og leitaði örugglega aldrei á nokkurn mann, reglumaður í hvívetna”. (Björn í Bæ). Marvin Þorleifsson Steinþór Stefánsson. bóndi á Þverá í Blönduhlíð, lést 4. nóv 1977. Hann var fæddur á Þverá 8. apríl 1908, sonur Stefáns bónda þar Sigurðssonar og konu hans Hjörtínu Hannesdóttur, var því albróðir Ingibjargar húsfreyju á Vöglum, sjá Glóðaf. 17, bls. 66, og Jóns bónda í Grænumýri, Glóðaf. 22, bls. 66. Steinþór óx upp með foreldrum sínum á Þverá og átti þar heima alla ævi. Systkinin voru mörg, uppeldið gott, mótað af mannúð og hlýju,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.