Glóðafeykir - 01.04.1989, Qupperneq 26

Glóðafeykir - 01.04.1989, Qupperneq 26
24 GLÓÐAFEYKIR beiðni frá Pöntunarfélagi Fljótsdælinga um 300 kr. styrk til að reyna útflutning á kældu kjöti. Kaupfélagið verður við beiðninni og greiðir féð úr varasjóði sínum, gegn því skilyrði, að nefndar 300 kr. séu endurgreiddar, ef tilraunin borgar sig. Hafa menn er hér er komið verið búnir að sætta sig við, að sauðasalan væri úr sögunni og séð að eina leiðin var að koma kjötinu á markað. Um þetta leyti er töluverð umræða um byggingu sláturhúss og var Ingimar Sigurðsson búfræðingur frá Draflastöðum fenginn til að teikna slíkt hús. Ekki líkuðu þær teikningar og var leitað til Rögnvaldar Ólafssonar húsameistara í Reykjavík. Illa gekk að fá fé til byggingarinnar og var húsið reist í tveimur áföngum vegna fjárskorts. Það komst í not fyrir haustið 1908. Bændur fengu hærra verð fyrir „sláturhúskjötið" sem svo var nefnt, heldur en af heimaslátruðu. Þrátt fyrir það gekk reksturinn illa og 1910 var samþykkt að stofna sérfélag um sláturhúsið, sem leiddi til þess, að þetta nýja félag keypti hús og lóðir af K.S., enda erfiðleikar miklir í starfsemi kaupfélagsins. Um 1920 risu úfar með sláturfélagsmönnum og kaupfélagsmönnum. sem leiddu til þess að K.S. hóf að bvggja annað sláturhús og hætti Sláturfélagið starfsemi um 1930. Ný viðhorf Miklir erfiðleikar voru í rekstri kaupfélagsins, eins og fyrr segir, eftir að tók fyrir sauðasöluna og á tímabilinu allt til 1918 má segja að áhöld hafi verið um hvort félagið mundi lifa eða deyja. Skuldir söfnuðust hjá félagsmönnum og vanskil við Zöllner hinn enska voru viðvarandi. A hverjum aðalfundi var gerð ályktun um, hvort ætti að halda félagsskapnum áfram næsta ár. Reynt var að setja upp söludeild 1895. Það gekk ekki vel og var þessari tilraun hætt. Árið 1904 reisti kaupfélagið „stórhýsið” Gránu og var þar sett upp söludeild. Fyrstu árin gekk allt vel. Verslun var mikil svo að umsetning K.S. var eitt árið meiri en allra hinna kaupfélaganna til samans. En verðfall á íslenskum afurðum og hækkun á erlendum vörum síðla árs 1908, varð til þess að halla tók undan fæti. Fór svo að deildin var lögð niður og vöruleifar seldar Pálma Péturssyni og honum leigð Grána,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.