Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 20

Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 20
18 GLÓÐAFEYKIR „Já”. svaraði Björn á Narfastöðum að bragði, ,,hann stóð á íhaldsfótum”. Stjórnmálin voru miklu persónulegri í þann tíð. menn voru æstir og höfðu í heitingum hvor við annan. Það hefur breyst og mér finnst það mikil framför. Steingrímur Steinþórsson var óvenjulegur maður. Höfðinu hærri en aðrir menn í öllum skilningi. Eftirmaður hans var Ólafur Jóhannesson, frábær maður. Þetta voru þeir menn sem ég hafði hvað best samskipti við og gat unnið vel fyrir. Björn Pálsson á Löngumýri setti einnig svip á pólitíkina og lífgaði mjög upp á kosningafundi. Hann hafði þann hátt á að koma ekki í fundarhúsið fyrr en stuttu áður en hann átti að taka til máls. Hann náði strax athygli fundarmanna með því að slá fram furðulegum setningum og athugasemdum er urðu þess valdandi að þingheimur hló allur. Björn hafði mjög sérstakan stíl í ræðumennsku og taldi það mikilvægt að koma áheyrendum í gott skap, en mönnum fannst hann ekki ævinlega málefnalegur”. Það er mesta gæfa hvers manns að eiga góða konu Nú höfum við talað um pólitíkina, kaupfélagið, félagsmál og fleira en lítið um þig sjálfan og þína fjölskyldu. „Eg fór í vegavinnu árið 1941 eins og margir ungir menn gerðu á þeim tíma. Eg var í vinnuflokki hjá Rögnvaldi Jónssyni og þar kynntist ég konu minni Ingu Rögnvaldsdóttur. Við giftum okkur haustið 1944 og bjuggum næstu tvö árin í Reykjavík en fluttum eftir það hingað á Sauðárkrók. Við eigum tvær dætur og eina fósturdóttur. Elsa er dóttir Vilhjálms bróður míns og kom til okkar nokkurra klukkutíma gömul, en móðir hennar lést við fæðinguna. Hún er vngsta dóttir okkar og býr i Reykjavík, starfar þar sem skrifstofustúlka. Sigríður er fædd 1947. Hún býr í Laugarási ásamt manni sínum Pétri Skarphéðinssvni lækni og er kennari við grunnskólann í Biskupstungum. Ragnheiður Sigríður er fædd 1953. Hún er matráðskona við sjúkrahúsið á Sauðárkróki og býr hér ásamt manni sínum. Sigurði Frostasyni. Eg hef verið svo lánsamur að eignast góða fjölskvldu og góða konu. Sjálfsagt er það mesta gæfa hvers manns að eiga góða konu”. Hvað með tómstundir? „Tómstundir mínar hafa að vísu verið fáar, en þó nokkrar. Frítíminn hefur mikið farið í félagsstörf. bæði í félögum hér á staðnum

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.