Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 60

Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 60
58 GLOÐAFEYKIR tvo sonu, komst annar upp, Guðmundur, bifvélavirki, hefur um áratugi unnið hjá Kaupfél. Skagf. Um feril þeirra hjóna vísast til þáttar um Valdimar í Glf. 1975, 16.h. bls. 78. Því má bæta hér við að snjóaveturinn mikla, 1920, er þau hjón voru á Miðmói, var fannfergi þvílíkt í Fljótum að uppborið hey, er þau áttu í Revkjarfjalli, fennti í kaf, týndist með öllu og fannst eigi fyrr en snjóa leysti er komið var langt á sumar fram. Urðu þá ungu hjónin að aka heyi ásjálfum sér um langan veg utan frá Mósjó og fram í Miðmó, því að hesti mátti eigi við koma sakir fanndýptar. Mun þetta hafa verið meiri þrekraun en svo, að allir megi skilja nú á dögum. En allt bjargaðist af fyrir frábæran dugnað og þrautseigju þeirra hjóna. Margrét Gísladóttir var í meðallagi há, beinvaxin og grönn, dökkhærð, fölleit, fríð og glæsileg á yngri árum. Hún var greind, geðrík en viðkvæm. skapföst. trygglvnd, vinföst en vinavönd. Hún var afburða dugleg, ráðdeildarsöm og mikil búkona. Hún unni öllum gróðri, öllu lífi, var frábærlega natin við skepnur, kom upp gróskumiklum trjágarði við heimili þeirra hjóna á Sauðárkróki, sem rómað var fyrir einstakan þrifnað og snyrtimennsku. Margrét var mikillar gerðar og mátti ekkert aumt sjá. Kona dó af barnsförum. Margrét hafði þá fyrir skömmu alið yngri son sinn, er síðar dó ársgamall. Margrét vandi sveininn af brjósti, tók líflítið barn hinnar látnu móður og lagði sér við brjóst, svo að lífi þessu var borgið. Betur varð naumast gert. Svona var Margrét. Garðar Björnsson, bóndi í Neðra-Ási í Hjaltadal, lést hinn 9. febrúar 1978. Hann var fæddur að Narfastöðum í Viðvíkursveit 27. maí 1920, sonur Björns bónda þar Björnssonar og konu hans Sigríðar Pálsdóttur, sjá þátt um þau í Glóðaf. 6, bls. 67. Garðar óx upp í foreldrahúsum á Narfstöðum, næstyngstur 7 systkina, stundaði nám í alþýðuskólunum á Laugarvatni og Reykjum, eftir það í bændadeild Hólaskóla og lauk búfræðiprófi 1942. Narfastaðir eru lítil jörð en fjölskylda þeirra Narfastaðahjóna stór og heimatrygg. En árið 1937 rýmkaðist um, þá losnaði prestsetrið og höfuðbólið Viðvík, er síðasti presturinn fluttist þaðan. Fengu þau
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.