Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 60

Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 60
58 GLOÐAFEYKIR tvo sonu, komst annar upp, Guðmundur, bifvélavirki, hefur um áratugi unnið hjá Kaupfél. Skagf. Um feril þeirra hjóna vísast til þáttar um Valdimar í Glf. 1975, 16.h. bls. 78. Því má bæta hér við að snjóaveturinn mikla, 1920, er þau hjón voru á Miðmói, var fannfergi þvílíkt í Fljótum að uppborið hey, er þau áttu í Revkjarfjalli, fennti í kaf, týndist með öllu og fannst eigi fyrr en snjóa leysti er komið var langt á sumar fram. Urðu þá ungu hjónin að aka heyi ásjálfum sér um langan veg utan frá Mósjó og fram í Miðmó, því að hesti mátti eigi við koma sakir fanndýptar. Mun þetta hafa verið meiri þrekraun en svo, að allir megi skilja nú á dögum. En allt bjargaðist af fyrir frábæran dugnað og þrautseigju þeirra hjóna. Margrét Gísladóttir var í meðallagi há, beinvaxin og grönn, dökkhærð, fölleit, fríð og glæsileg á yngri árum. Hún var greind, geðrík en viðkvæm. skapföst. trygglvnd, vinföst en vinavönd. Hún var afburða dugleg, ráðdeildarsöm og mikil búkona. Hún unni öllum gróðri, öllu lífi, var frábærlega natin við skepnur, kom upp gróskumiklum trjágarði við heimili þeirra hjóna á Sauðárkróki, sem rómað var fyrir einstakan þrifnað og snyrtimennsku. Margrét var mikillar gerðar og mátti ekkert aumt sjá. Kona dó af barnsförum. Margrét hafði þá fyrir skömmu alið yngri son sinn, er síðar dó ársgamall. Margrét vandi sveininn af brjósti, tók líflítið barn hinnar látnu móður og lagði sér við brjóst, svo að lífi þessu var borgið. Betur varð naumast gert. Svona var Margrét. Garðar Björnsson, bóndi í Neðra-Ási í Hjaltadal, lést hinn 9. febrúar 1978. Hann var fæddur að Narfastöðum í Viðvíkursveit 27. maí 1920, sonur Björns bónda þar Björnssonar og konu hans Sigríðar Pálsdóttur, sjá þátt um þau í Glóðaf. 6, bls. 67. Garðar óx upp í foreldrahúsum á Narfstöðum, næstyngstur 7 systkina, stundaði nám í alþýðuskólunum á Laugarvatni og Reykjum, eftir það í bændadeild Hólaskóla og lauk búfræðiprófi 1942. Narfastaðir eru lítil jörð en fjölskylda þeirra Narfastaðahjóna stór og heimatrygg. En árið 1937 rýmkaðist um, þá losnaði prestsetrið og höfuðbólið Viðvík, er síðasti presturinn fluttist þaðan. Fengu þau

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.