Glóðafeykir - 01.04.1989, Qupperneq 64
62
GLÓÐAFEYKIR
trésmíðaverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga.
Að smíðanámi á Akureyri loknu hvarf Þórður fyrst til Siglufjarðar.
Þar kvæntist hann Þórunni Ólafsdóttur. Börn þeirra erufimm: Bjorn,
Sigríður Ólöf, Davíð, Jóhannes og Þuríður Nanna.
Þórður og Ólöf slitu samvistum. Nokkru
síðar kynntist hann Stefaníu Þorláksdóttur
bónda í Litlu-Brekku á Höfðaströnd,
Þorleifssonar síðar bónda á Óslandi og í
Stóru-Brekku, Magnússonar, og konu
Þorláks Margrétar Stefánsdóttur bónda á
Austara-Hóli í Flókadal, Finnssonar, en
kona Stefáns og móðir Margrétar var
Guðrún Baldvinsdóttir. Þau hófu sambúð.
tluttu til Sauðárkróks 1931 og bjuggu þar
alla stund síðan. Dóttir þeirra er Anna
Pálína. Áður hafði Stefanía eignast tvær
dætur: Svanlaugu og Elínborgu, og gekk
Þórður þeim að öllu í föðurstað.
Eigi verður sagt að lífið færi alltaf mjúkum
höndurn um Þórð Jóhannesson. Þómátti svo
kalla, að ævi hans öll væri óður til lífsins og
gleðinnar. samfelldur fagnaðaróður. Gleðin, hin sanna, falslausa og
hreina gleði. sem býr í hjartanu, var honum tryggur förunautur. Hann
bar það með sér, hvar sem hann fór, að hann var sáttur við Guð og
menn, heill í lífsfögnuði sínum, ljúfur og glaður með gamanyrði á vör,
fágætlega tært og opið heiði yfir svipfari hans öllu. Örlögin ortu úr ævi
hans og hæfileikum einstaka skapgerð og minnisverðan mann,
frábæran heimilisföður, sem flestum betur færði sönnur á orð sr.
Hallgríms:,, ..hver sem sér lynda lætur, það lánar Drottinn mætur, sá
hefur allsnægta nóg”.
Þórður var einn af stofnendum Iðnaðarmannafélags Sauðárkróks
og kjörinn heiðursfélagi þess 1972.
Þórður Jóhannesson var rösklega meðalmaður vexti. herðabreiður
og beinn í baki, þreklegur og þvkkur undir hönd, gjörvulegur á velli og
karlmenni. Hann var svipmikill, Ijóshærður, gráeygur og
glettnisglampi einatt í auga. Hann var greindur vel, hagmæltur.
ljóðelskur. Hann var einlægur trúmaður, gæddur hið innra með
sjálfum sér trúarfögnuði, sem var í fullu samræmi við eðli hans allt.
Þórður
Jóhannesson