Glóðafeykir - 01.04.1989, Síða 78

Glóðafeykir - 01.04.1989, Síða 78
76 GLÓÐAFEYKIR Þar er átt við samvinnumálin. Hann var deildarstjóri Viðvíkurdeildar Kaupfélags Skagfirðinga 1932-1947, þá kjörinn í stjórn félagsins ogsat þar til 1968, en gaf þá eigi kost á sér til endurkjörs. Bessi var heitur og einlægur samvinnumaður, hann vildi veg og virðingu Kaupfélags Skagfirðinga sem mesta í hverjum hlut, var í senn framsækinn og þó fyrst og fremst varfærinn og gætinn, eigi ginnkevptur fvrir öllum nýjungum, en hins vegar hjartfólgið mál, að félagið væri jafnan traust og gæti staðið við allar skuldbindingar hvar og hvenær sem væri. Ella gæti svo farið, að félaginu reyndist um megn að ná þeim blessunarríka árangri og gegna því hagsmunalega og samfélagslega hlutverki, sem vel reknu samvinnufélagi er áskapað að inna at' hendi. Bessi Gíslason var góður meðalmaður á vöxt og vel á sig kontinn, myndarmaður ásýndum, svipurinn hlýr og góðmannlegur. Hann var ágætlega gerður um marga hluti, greindur og gætinn, hygginn og traustur. Gætti þeirra eðliskosta í hverju starfi, því er hann tókst á hendur. Hann var frábær snyrtimaður, svo í búnaði og umgengni allri á óðali sínu sem og hverju því, er hann lét frá sér fara í rituðu máli. Hann hafði óskorað yndi af að veita gestum og veita vel; gleðimaður i sinn hóp, hagmæltur í betra lagi en vissu fáir; viðkvæmur í lund. næmur tilfinningamaður og tryggðatröll. Hann var merkur fulltrúi þeirrar kynslóðar, sem borin var kringum aldamótin síðustu og nú er fámenn orðin fyrir mold ofan. Guðrún Sveinsdóttir frá Bjarnastaðahlíð í Vesturdal, fyrrum kennari, lést hinn 23. okt. 1978. Hún var fædd í Bjarnastaðahlíð 30. maí 1890, dóttir merkishjónanna Sveins Guðmundssonar og Þorbjargar Ólafsdóttur, er bjuggu miklu myndarbúi í Bjarnastaðahlíð óslitið frá 1871-1907. Faðir Sveins var Guðmundur bóndi í Fremri-Svartárdal, Guðmundssonar bónda á Vindheimum í Tungusveit, Tómassonar. og kona Guðmundar í Svartárdal, Helga Steinsdóttir bónda á Þorljótsstöðum, Ormssonar. Kona Sveins í Bjarnastaðahlíð og móðir Guðrúnar var Þorbjörg Ólafsdóttir bónda í Litluhlíð í Vesturdal, Guðmundssonar bónda í Svartárdal vestur, Eyjólfssonar. og konu Ólafs Þóreyjar Ólafsdóttur bónda í Litluhlíð, Þórarinssonar. Var Guðrún Sveinsdóttir alsystir Guðmundar í Bjarnastaðahlíð, sjá Glóðaf. 5, bls. 31, Ólafs á Starrastöðum, Glóðaf. 7, bls. 38 og Stefáns á írafelli, Glóðaf. 17, bls. 53.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.