Glóðafeykir - 01.04.1989, Qupperneq 29
GLÓÐAFEYKIR
27
sláturhús um landið, jafnframt því að taka upp nýtt skipulag vinnu í
slíkum húsum. Eitt þessara húsa skyldi vera á Sauðárkróki. Þá hafði
nokkuð verið rætt um að stækka sláturhús félagsins. Á stjórnarfundi í
árslok 1971 var samþykkt að hefja byggingu húss á samastað ogeldra
húsið stóð, þar sem hægt væri að slátra 3000 fjár á dag og 40
nautgripum. I apríl árið eftir var málið enn til umræðu og þá ekkert
talið því til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir, svo fremi sem hið
opinbera legði fram sinn hluta kostnaðar. Hann fékkst ekki nema að
litlu leyti, en þrátt fyrir það var húsið byggt og tekið í notkun tveimur
árum síðar. Þegar þetta var ákveðið sáu menn ekki fyrir þá þróun sem
framundan var í málefnum landbúnaðarins, sem leiddi til þess mikla
samdráttar sem orðið hefur, þannig að þessi mikla fjárfesting er ekki
nógu vel nýtt.
Mjólkursamlag
Um sama leyti og sláturhúsbyggingin stóð yfir var byrjað að ræða um
byggingu mjólkursamlags. Nefnd var kosin á aðalfundi 1928 til að
undirbúa þetta mál. Á aðalfundi 1931 var upplýst að loforð hefðu
fengist fyrir nyt úr a.m.k. 170 kúm. Það þótti hinsvegar heldur lítið og
ákveðið að hefjast handa þegar fyrir lægju loforð um nyt úr 200 kúm
hið minnsta. Árið 1933 kom fram hugmynd um að stofna frekar
rjómabú, enda var það talið mun ódýrara.
Rjómabú eða smjörbú höfðu þá starfað um nokkurt skeið eða allt frá
aldamótum er fyrsta rjómabúið var stofnað að Seli í
Hrunamannahreppi. I Skagafirði voru m.a. stofnuð rjómabú á
Páfastöðum, en það var lagt niður þegar stofnað var annað við Staðará
og síðast var stofnað rjómabú við Gljúfurá, en það hætti síðast
starfsemi þessara búa eða 1919.
Ekki varð af því að kaupfélagið stofnaði rjóma- eða smjörbú. Jónas
Kristjánsson mjólkurbússtjóri á Akureyri, þá ráðgjafi ríkisstjórnar-
innar um framlag mjólkurafurða, réð Skagfirðingum eindregið til að
stofna fullkomið mjólkurbú. Var hafist handa eftir aðalfund félagsins
1934, en þar var lögð fram kostnaðaráætlun og teikningar.
Mjólkursamlagið tók til starfa 16. júlí 1935. Þá voru ráðnir bílstjórar
til að annast flutninga. Var héraðinu skipt í þijú flutningasvæði. Eitt