Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 74

Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 74
72 GLÓÐAFEYKIR og utan, svo sem slætti og skepnuhirðingu”. (S.Á.) Jóhannes, er næstelstur var systkinanna, fékk mænuveiki í æsku og var ósjálfbjarga til æviloka. Kom til kasta þeirra mæðgna og þó einkum Margrétar,að annast hann eftir að Benjamíns missti við, en hann andaðistárið 1921; bjó Elín, ekkja hans, áfram með aðstoð dóttur sinnar meðan ævin entist, en hún lést snemma árs 1935 eftir nál. 60 ára búskap á Ingveldarstöðum. Var þá Jóhannes sonur hennar, dáinn fyrir nokkru. Að móður sinni látinni fluttist Margrét út i Hofsós og átti þar heimilisfang eftir það. „Var hún þó öll sumur fram um 1950 hjá Guðmundi bróður sínum í Smiðsgerði, en stundaði prjónaskap á vetrum. Má segja að prjónaskapurinn hafí verið aðalatvinna hennar um mörg ár, enda var hún þekkt af þeim verkum sínum”. (S.Á.) Fyrir fjórum árum fór henni mjög að förlast sýn, fluttist hún þá á ellideild Héraðssjúkrahúss Skagfirðinga og dvaldist þar til lokadags. hafði jafnan ferlivist, en varð fyrir því slysi að lærbrotna um það bil mánuði fyrir andlát sitt og voru þá örlög hennar ráðin. Margrét Benjamínsdóttir var væn meðalkona á vöxt, ljós yfirlitum, eigi smáfríð, en gædd gerðarþokka. Hún var greind kona, mikilvirk að hverju sem hún gekk, rausnarkona, góðviljuð og greiðvikin og að öllu þeirrar gerðar, að hlaut hvers manns velvild og traust. Steindór Benediktsson, bóndi í Birkihlíð í Staðarhreppi, lést hinn 17. júlí 1978. Hann var fæddur á Kimbastöðum í Borgarsveit 12. júní 1897. Foreldrar: Benedikt, síðast bóndi í Hólkoti, Þorsteinsson hreppstjóra í Litlu-Gröf, Bjarnasonar bónda og skyttu á Sjávarborg, Jónssonar hreppstjóra í Álftagerði, Bjarnasonar, og kona Benedikts Sigurborg Jóhannesdóttir húsmanns að Herjólfsstöðum á Laxárdal ytra o. v., Oddssonar bónda á Borgarlæk á Skaga, Grímssonar. Kona Jóhannesar á Herjólfsstöðum (hann drukknaði 1897) og móðir Sigurborgar var Elínborg Jónsdóttir, síðast bónda í Ketu á Skaga, Gunnlaugssonar. Var föðurætt Steindórs „beinn karlleggur frá Hrólfi lögréttumanni á Álfgeirsvöllum og er af Hrólfi sterka komið ‘margt atorku- og afreksmanna”. (Sr. G. G.). Sjö ára gamall missti Steindór móður sína, ólst upp með föður sínum og hóf búskap með honum á Gili í Borgarsveit 1918. Árið 1920 reisti hann bú í Hólkoti (nú Birkihlíð) og bjó þar alla stund síðan, meir

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.