Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 16

Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 16
14 GLÓÐAFEYKIR persónuleg. Jónas tók dæmi úr daglega lífinu og skýrði þau svo út frá sögulegum staðreyndum. Oft hef ég undrast það að hann skyldi eyða tima sínum og kröftum starfsaldur sinn allan í að segja til unglingum þessi maður, sem var brautryðjandi í þjóðfélagsmálum og stjórnmálum. A námsárum mínum var skólinn til húsa á efstu hæð Sambandshússins en Jónas þá nýfluttur úr íbúð sinni þar. Kannski segir það meira en mörg orð að hann skyldi búa í áratugi með fjölskyldu sinni í svo þröngum húsakynnum og með herbergi nemenda á bak við næsta þil. Þetta var góður hópur sem var með mér í Samvinnuskólanum. Eg minnist meðal annarra Hannesar Jónssonar, sem starfað hefur í utanríkisþjónustunni, Alberts Guðmundssonar sem er þekktur maður, fyrst og fremst sem glæsilegur íþróttamaður og afreksmaður þar eins og síðar í stjórnmálunum. Einnig voru mér samtíða Alexander Stefánsson fyrrverandi ráðherra, Guðni Þórðarson ferðamála- frömuður og fleiri mætti upp telja.” Þú varst einn af lærisveinum Jónasar frá Hriflu og seinna starfaðir þú með Ólafi Jóhannessyni. Þessir menn áttu sömu hugsjónir og markmið, en voru þeir ekki ólíkar persónur? „Jú mjög svo en þeir störfuðu samt mjög mikið saman á tímabili. Eins og ég sagði áðan, var Jónas eldhuginn. Hann var í forystusveit Sambandsins allt frá 1918 og fram um 1950. Ólafur var aftur á móti hinn trausti athuguli maður. Hann var lögfræðingur að mennt og strax að námi loknu gerðist hann lögfræðilegur ráðunautur Sambandsins og var það um árabil. Öll mál sem Ólafur tók að sér voru í góðum höndum. Eg var að ljúka námi í Samvinnuskólanum þegar verið var að setja á stofn fræðsludeild SIS undir handleiðslu Ólafs. Eg fékk vinnu hjá fræðsludeildinni og var þar í tvö ár. Eftir það kom ég hingað norður og hóf störf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og hef unnið þar óslitið síðan.” Frá lítilli búð og tveimur skrifstofum til stórfyrirtækis ,,Ég hafði áhuga fyrir málefnum kaupfélagsins löngu áður en ég fór að vinna þar og hef fylgst með sögu þess frá því að ég var unglingur heima í sveitinni. Kaupfélag Skagfirðinga var stofnað 1889 og verður því 100 ára nú í apríl. Það starfaði fyrst sem pöntunarfélag en 1918 urðu tímamót í sögu K.S. Þá tók við framkvæmdastjórn félagsins Sigfús Jónsson prestur frá Mælifelli. Frá þeim tíma hefur félagið vaxið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.