Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 54

Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 54
52 GLÓÐAFEYKIR Þau hjón eignuðust fjóra sonu: Hjálmar, dó 1928, Þorgils, bónda á Stafnshóli í Deildardal, Trausta, vinnur við ölgerð í Reykjavík og Steinar, kennara í Reykjavík. Þórður á Háleggsstöðum var mikill maður á velli og þrekmaður, heilsuhraustur til hárrar elli, einstakur eljumaður og féll aldrei verk úr hendi. Hann var óhlutdeilinn um annarra hagi og lítt fyrir það gefinn að skipta sér af opinberum málum. Hann átti alla ævi heima í Deildardal, unni dalnum sínum, heimili sínu og vildi sem fæstar stundir að heiman vera. Hann var gestrisinn maður og höfðingi í lund sem og bæði þau hjón, heimili þeirra jafnan með myndarbrag og eigi á neinu þurrð, er gest bar að garði. Jóhanna Guðlaug Sæmundsdóttir, fyrrum húsfreyja í Krithólsgerði á Neðribyggð, andaðist hinn 6. jan. 1978. Hún var fædd í Breiðargerði í Tungusveit 7. sept. 1896, dóttir Sæmundar bónda á Krithóli o. v., síðast í Sólheimagerði í Blönduhlíð, Jóhannssonar bónda í Héraðsdal. Jóhanns- sonar, og fyrstu konu hans Ingibjargar Guðmundsdóttur á Sauðárkróki, Guðmunds- sonar í Ashildarholti í Borgarsveit, Jónssonar sterka á Hryggjum í Göngu- skörðum. Þorsteinssonar, en kona Guðmundar yngra og móðir Ingibjaigar var Þórdís Jónsdóttir, ættuð af Kjalarnesi suður. Jóhanna missti móðursína aldamótaárið. er hún var tæpra fjögurra ára gömul, dvaldist eftir það á ýmsum stöðum með föður sínum og síðar stjúpu, miðkonu Sæmundar. Valgerði Sveinsdóttur, er hann kvæntist 1907, en naut hennar skamma hríð. því að Valgerður lést 1909, aðeins 22 ára að aldri. Árið 1914, hinn 16. dag ágústmánaðar. gekk Jóhanna að eiga Björn Árnason á Krithóli, sjá þátt af Birni í Glóðaf. 9, bls. 54. Lengst bjuggu þau hjón í Krithólsgerði, nýbýli, er þau reistu árið 1931 á rústum gamals eyðibýls í landi Krithóls. Mann sinn missti Jóhanna 21. október 1956. Hún hélt áfram búskap þar í Krithólsgerði með Árna syni þeirra hjóna meðan Jóhanna Sæmundsdóuir

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.