Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 50
48
GLOÐAFEYKIR
reist á kristilegum grunni, enda reyndust þau systkini góðir og nýtir
þegnar. Snemma var þeim haldið til vinnu, fór og saman hjá þeim
öllum mikil verklagni og frábær dugnaður.
Arið 1935 kvæntist Steinþór Margréti
Jóhannesdóttur, síðast bónda í Grundarkoti
í Blönduhlíð, Bjarnasonar, og konu hans
Bjargar Sigfúsdóttur bónda í Hringey, sjá
Glóðaf. 13, bls. 65. Lifir Margrét mann sinn,
en hefur árum saman verið sjúklingur, fyrst
lengi í heimahúsum, þar sem eiginmaður
hennar annaðist hana af þvílíkri umhyggju
og alúð, að framar verður naumast farið og
síðan á sjúkrahúsi. Sjálfur missti Steinþór
heilsuna um það bil ári fyrir andlát sitt og lá
lengstum á sjúkrahúsi, oft sárþjáður.
Þau Steinþór og Margrét hófu búskap á
Þverá og bjuggu þar á hálfri jörðinni meðan
honum entist þróttur og heilsa. Steinþór var
góður bóndi, reisti íbúðarhús og peningshús
með aðstoð sona sinna, ræktaði mikið land
og ræktaði vel, breytti melum og mýrum í gróin tún. Stórbú hafði hann
eigi, en nytjagott í besta lagi, fjármaður ágætur, búhirðumaður og
þrifnaðarbóndi. Léku honum öll verk í hendi, úti jafnt sem
innanbæjar. Steinþór var laginn hestamaður og stundaði nokkuð
tamningar framan af árum. Hann fór vel að ungviðum og því var
honum lagið að ná fram því besta, er með þeim bjó. Hann var sérlega
nærfærinn við skepnur og nutu margir góðs af.
Þau hjón eignuðust 8 börn og eru öll á lífi: Stefán Valdimar,
verkamaður til heimilis á Þverá, Jóhannes, starfsmaður hjá Hitaveitu
Reykjavíkur, Björgvin, skipasmiður í Hafnarfirði, Hjörtína Ingibjörg,
húsfreyja á Sauðárkróki, Gunnar, sjómaður á Akureyri, Magnús Ingi,
bóndi á Þverá, Steinþór Valdimar, verkamaður, á Sauðárkróki og
Guðrún Björg, húsfreyja á Akureyri.
Steinþór á Þverá var góður meðalmaður á hæð, grannvaxinn og
grannholda, hvatlegur í hreyfingum en eigi æðigjarn. Hann var
fölleitur, dökkhærður, bláeygur, fríður maður hvar sem á var litið;
þrifnaður og snyrtimennska var honum í blóð borin. Hann varstilltur
maður, hugrór og æðrulaus, þótt í fangið blési og eigi lítið, þar sem var
langvinnur heilsubrestur eiginkonunnar en börnin mörg, sem annast
Steinþór
Stefánsson