Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 51
GLOÐAFEYKIR
49
þurfti. Hann var ávallt glaður og hlýr í viðmóti. „Öllum var hann
góður, sem áttu við hann einhver samskipti”. Vinum og kunningjum
verður það ef til vill eftirminnilegast, hversu skapgerðin var ljúf og
notalega hlý. Steinþór var hógvær gleðimaður, hafði í vinahópi gaman
af að segja ýkjusögur, en engum til meins.
Pétur Jónasson, fyrrverandi hreppstjóri á Sauðárkróki, lést 29. nóv.
1977.
Hann var fæddur að Dýrfinnustöðum í Akrahreppi 19. okt. 1887 og
því níræður orðinn og mánuði betur, er sláttumaðurinn mikli drap á
dyr. Foreldrar hans voru Jónas snikkari og
bóndi lengst á Svðri-Brekkum í Blönduhlíð
Jónsson og kona hans Pálína Björnsdóttir
bónda á Hofstöðum, ljósmóðir í hálfa öld og
lengur þó; var Pétur albróðir Björns, sjá
Glóðaf. 11, bls. 49, og Sigurðar, Glóðaf. 13,
bls. 67, elstur hinna kunnu Syðri-
Brekknasystkina, en Hermann forsætisráð-
herra næstyngstur; yngst var Sigríður,
bústýra á Syðri-Brekkum, og er nú ein á lífi
þeirra systkina.
Arsgamall fór Pétur með foreldrum sínum
að Enni í Viðvíkursveit, þaðan að Syðri-
Brekkum 1895 og ólst þar upp til
fullorðinsára. Hvarf þá að heiman og var
vistráðinn um hrið, m.a. vinnumaður og
ráðsmaður hjá Asgrími skipstjóra og bónda
Einarssyni, sjá Glóðaf. 11, bls. 70, og konu hans Stefaníu
Guðmundsdóttur, fyrst í Ási í Hegranesi og síðan á Reykjum á
Reykjaströnd 1924-1931, er hann flutti til Sauðárkróks, reisti þar
íbúðarhús með föður sínum og bjó þar til æviloka
Fyrstu árin á Sauðárkróki stundaði Pétur algenga verkamanna-
vinnu og var þá í stjórn verkamannafélagsins á staðnum. En brátt
hlóðust á hann margvísleg trúnaðarstörf, sem hann gegndi öllum af
frábærri trúmennsku og skyldurækni. Hann starfaði í fasteignamati, í
kjörstjórn, í skattanefnd, mörg ár fulltrúi á aðalfundum K.S. Þá var
hann trúnaðarmaður Guðmundar læknis Gíslasonar á Keldum um