Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 67

Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 67
GLÓÐAFEYKIR 65 jörðina Reykjarhól í Seyluhreppi til ábúðar 1944-1949, en reistu íbúðarhús hjá Varmahlíð 1944 og nefndu Laugarbrekku, voru þar til húsa og áttu þar heimili alla stund meðan Sigurður lifði, en dvöldu um vetur í Reykjavík síðustu árin. Börn þeirra eru 4 og öll í Reykjavík, upp komin og gift: Ingibjörg, Jóhann, Svanhildur og Sigurður. Sigurður varðstjóri, en svo var hann jafnan kallaður hér í Skagafirði, var hár maður og íturvaxinn, höfðinglegur og bar sig vel, fríðleiksmaður og auðkenndur, hvar sem hann fór. Hann var manna prúðastur í framgöngu, hógvær og hæverskur, yfirlætislaus, naut hvers manns virðingar og trausts. „Sigurður Jónasson var um flesta hluti vel gerður maður. Hann var búinn miklu líkamlegu þreki, sem kom sér vel í löngum og ströngum ferðalögum, þar sem nóttin var ósjaldan lögð viðdaginn. Hann varandleguratgerfismaður, fjölgefinn og margfróður. Skólaganga hans var skömm, eins og flestra alþýðupilta af hans kynslóð, en þrátt fyrir mikið annríki las hann ógrynnin öll, bæði á íslensku og erlendum málum, og jók þannig við þekkingu sína, enda virtist hann alls staðar vera heima. Hann var heitur unnandi fagurra bókmennta, ljóða og vísna og frábær smekkmaður á því sviði. Tilfinning hans fyrir fögru máli var óbrigðul og í þau skipti ein sá ég hann bregða skapi, er honum fannst málinu misboðið í ræðu eða riti... Hann var ágætlega hagorður en flíkaði lítt... Sigurður var skapfestumaður mikill og þó óvenjulega tilfinningaríkur og næmgeðja, ...kunni manna best að njóta glaðra og góðra stunda þegar tækifæri gafst til að velta af sér reiðingnum, launkíminn, en þó alvörumaður undir niðri”. (M.H.G.). Að Sigurði Jónassyni var mikill sjónarsviptir. ísak Sigurjón Þorfinnsson. rafvirki í Borgargerði hjá Sjávarborg, lést hinn 17. april 1978. Hann var fæddur í Neskaupstað 28. sept. 1947, sonur Þorfinns sýslunefndarmanns og verkstjóra Isakssonar frá Gvendareyri við Fáskrúðsfjörð, Friðrikssonar, og konu hans Sigurbjargar Sigurjónsdóttur í Neskaupstað, Magnússonar frá Sandavíkurseli, og konu hans Magneu Ingibjargar Guðmundsdóttur frá Skorrastað. Eru þau hjón búsett á Þórshöfn. Að ísak stóðu austfirskar og norðurþingeyskar ættir, „mikið dugnaðar- og gáfufólk, bókhneigt mjög og einstaklega hagvirkt”. Voru og þeir ættmenn ófáir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.