Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 11

Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 11
GLOÐAFEYKIR 9 En það var einnig brotinn vonarís á níunda áratug aldarinnar Sem leið, þegar samvinnufélögin hófu starfsemi sína. Þingeyingar riðu á vaðið og stofnuðu Kf. Þingeyinga árið 1882. Síðan kom Kf. Eyfirðinga árið 1886 og svo Kf. Skagfirðinga árið 1889. Fleiri fylgdu á eftir og um aldamótin höfðu 10 kaupfélög verið stofnuð. Það urðu því orð að sönnu ,,að hægra reyndist síðan að halda þíðri heilla veiðivök” þegar vonarísinn hafði verið brotinn. Samvinnuhreyfingin átti síðar eftir að verða einn af máttarstólpum íslensku þjóðarinnnar á efnahagssviðinu og sterkur burðarás velferðarríkisins. En brautryðjendastarfið var ekki tekið út með sældinni. Fátæktin hafði bundið margan manninn á klafa hins erlenda kaupmannavalds, sem hreiðrað hafði um sig á verslunarstöðunum víðs vegar um landið. Það létti þó róðurinn að þjóðin var að byrja að vakna til meðvitundar um þýðingu þess að taka málin í sínar eigin hendur. Og samvinnuhreyfingin festi smám saman rætur. Samstarf og samvinna skapaði aukna trú þjóðarinnar á mátt sinn og megin. Með því að vinna saman mátti leysa margan vanda sem hver og einn sér megnaði ekki. Hið skipulagða samvinnufélagsform ól líka upp forystumenn til leiðsagnar í samvinnustarfinu. „Miklu fá áorkað í mannvinahöndum samlynd tryggðatök”, svo aftur sé vitnað í kvæði Bólu-Hjálmars. Og nýjar hugsjónir fæddust. Menn sáu birtu við dagsbrún nýrrar aldar og menn sáu nýjar leiðir til þess að brjótast undan oki fátæktar og vanmáttar. Islenskir kaupmenn komu líka til sögunnar og smám saman færðist verslunin í hendur Islendinga sjálfra. Ekki er meiningin að fara að rekja hér samvinnusöguna, heldur minna á upphafið, sem var mikill örlagavaldur í þjóðarsögu okkar Islendinga. En svo er það staða samvinnuhreyfingarinnar í dag, sem er manni ofarlega í huga. Um hana langar mig að fara nokkrum orðum, verandi þess meðvitandi, að á hverjum tíma er það framtíðin, sem skiptir öllu máli. Það verður því miður að segjast, að á vordögum ársins 1989 erstaða samvinnuhreyfíngarinnar á Islandi, þegar á heildina er litið, ótrygg. Hafandi í huga áðurnefnt erindi úr kvæði Bólu-Hjálmars, þá hvarflar að manni að sumar heillavakir samvinnufélaganna séu nú farnar að frjósa. Og sú spurning verður áleitin hvort almenningur í landinu sé í vaxandi mæli að missa trú á samvinnuhreyfingunni. Það er ljóst að mikil röskun hefur átt sér stað í starfsemi

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.