Glóðafeykir - 01.04.1989, Qupperneq 46

Glóðafeykir - 01.04.1989, Qupperneq 46
44 GLÓÐAFEYKIR Reykjavík og vann þá á Múlalundi meðan heilsa og kraftar leyfðu”. (St. M.). „Skömmu eftir að Björn komst til heilsu stofnaði hann heimili með Hólmfríði Jónsdóttur Jónssonar og konu hans Önnu Egilsdóttur”. (St.M.). Börn þeirra eru þrjú: Steingrímur, Dagrún húsfreyja og Jóhannes, öll búföst í Reykjavík. Björn Gíslason var meðalmaður á hæð, vel vaxinn, fölleitur ásýndum, bar jafnan nokkur merki útvortis berkla og þó vart til lýta, enda myndarmaður í sjón. Hann var prúður maður og hógvær, geðstilltur, ávallt glaður og kátur á hverju sem gekk, söngelskur, lék afburðavel á harmoniku og mjög sóst eftir að fá hann til að leika fyrir dansi. Hann var vinsæll maður og mun naumast nokkurn óvildarmann hafa átt. Geirald Sigurberg Gíslason, verkamaður á Sauðárkróki, lést hinn 29. júní 1977. Hann var fæddur að Jaðri í Glaumbæjartorfu 7. des. 1910, sonur Gísla bónda þar Þórarinssonar og konu hans Ingiríðar Hannesdóttur bónda á Kimbastöðum í Borgarsveit,sjá þátt af Gísla: Glóðaf. 11, bls. 60. Ársgamall fór Geirald í fóstur til ömmu sinnar, Ólínu Jónasdóttur, er þá var bústýra Benedikts bónda í Hólkoti (nú Birkihlíð) í Staðarhreppi Þorsteinssonar, og var þar til 9 ára aldurs, ólst eftir það upp með foreldrum sínum, er stundum voru við bú, oftar í húsmennsku á ýmsum stöðum vestan Vatna, síðast á Sjávarborg, fluttist þaðan með þeim til Sauðárkróks og átti þar heima til æviloka. Hann stundaði venjulega verkamannavinnu, var og bílstjóri um hríð, vann síðustu árin hjá Sauðárkróksbæ, mest við gatnahreinsun, að Geirald heita mátti til síðustu stundar, og þá mjög Gíslason þrotinn að heilsu. Árið 1945, hinn 17. mars, kvæntist Geirald Stefaníu Björgu Ástvaldsdóttur, Einarssonar og konu hans Sigurbjargar Pálsdóttur, sjá þátt af Ástvaldi í Glóðaf. 9, bls. 43. Sonur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.