Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 62

Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 62
60 GLÓÐAFEYKIR Garðar Björnsson var meðalmaður á hæð, þrekvaxinn, vel á sig kominn á allan hátt og hraustmenni mikið; fríður og sléttfarinn í andliti, fölleitur, athugull og stillilegur á svip. Hann var greindur vel, las mikið er tómstundir gáfust, fylgdist vel með í stjórnmálum, innlendum jafnt sem erlendum. ,,Hann var hægur í framgöngu og glaður hversdagslega, en skapmaður og þungur á bárunni, ef því var að skipta, einarður og hreinskiptinn, en lundin viðkvæm undir niðri og eigi bar hann tilfinningar sínar utan á sér”. Garðar var náttúrubarn. Ef til vill voru það hans mestu yndisstundir, „ er hann hélt á vit fjalla og dala með hest sinn og hund”. (Heimildarm. Stgr. Vilhj.). Jórunn Hannesdóttir, fyrrum húsfreyja á Sauðárkróki, lést 9. mars 1978. Hún var fædd á Skíðastöðum á Neðribyggð 3. okt. 1894, dóttir Hannesar bónda þar Péturssonar í Valadal og konu hans Ingibjargar Jónsdóttur frá Þóreyjarnúpi, sjá þátt af Jóni Sigfússyni í Glóðaf. 10, bls. 73. Var Jórunn alsystir þeirra bræðra, Péturs, síðast póstmeistara og Pálma rektors. Jórunn ólst upp í foreldragarði, en missti föður sinn barn að aldri aldamótaárið, var síðan mest með móður sinni og síðar stjúpföður, Gísla Björnssyni, heima þar á Skíðastöðum. A unglingsárum fór hún til náms í unglingaskóla á Sauðárkróki og var þá hjá Pálma kaupmanni Péturssyni, föðurbróður sínum og konu hans Helgu Guðjónsdóttur, miklu myndarheimili. Einn eða tvo vetur hina næstu var hún í Reykjavík við tungumálanám. Þá var hún við farkennslu í Vesturhópi og dvaldist á Breiðabólstað hjá Herdísi föðursystur sinni Pétursdóttur og eiginmanni hennar sr. Hálfdáni, síðar vígslubiskupi á Sauðárkróki, Guðjónssyni. Tæplega tvítug að aldri, hinn 17. júní 1914, giftist Jórunn Jóni Sigfússyni prests á Mælifelli Jónssonar og konu hans Petreu Jórunn Hannesdóttir

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.