Glóðafeykir - 01.04.1989, Síða 62

Glóðafeykir - 01.04.1989, Síða 62
60 GLÓÐAFEYKIR Garðar Björnsson var meðalmaður á hæð, þrekvaxinn, vel á sig kominn á allan hátt og hraustmenni mikið; fríður og sléttfarinn í andliti, fölleitur, athugull og stillilegur á svip. Hann var greindur vel, las mikið er tómstundir gáfust, fylgdist vel með í stjórnmálum, innlendum jafnt sem erlendum. ,,Hann var hægur í framgöngu og glaður hversdagslega, en skapmaður og þungur á bárunni, ef því var að skipta, einarður og hreinskiptinn, en lundin viðkvæm undir niðri og eigi bar hann tilfinningar sínar utan á sér”. Garðar var náttúrubarn. Ef til vill voru það hans mestu yndisstundir, „ er hann hélt á vit fjalla og dala með hest sinn og hund”. (Heimildarm. Stgr. Vilhj.). Jórunn Hannesdóttir, fyrrum húsfreyja á Sauðárkróki, lést 9. mars 1978. Hún var fædd á Skíðastöðum á Neðribyggð 3. okt. 1894, dóttir Hannesar bónda þar Péturssonar í Valadal og konu hans Ingibjargar Jónsdóttur frá Þóreyjarnúpi, sjá þátt af Jóni Sigfússyni í Glóðaf. 10, bls. 73. Var Jórunn alsystir þeirra bræðra, Péturs, síðast póstmeistara og Pálma rektors. Jórunn ólst upp í foreldragarði, en missti föður sinn barn að aldri aldamótaárið, var síðan mest með móður sinni og síðar stjúpföður, Gísla Björnssyni, heima þar á Skíðastöðum. A unglingsárum fór hún til náms í unglingaskóla á Sauðárkróki og var þá hjá Pálma kaupmanni Péturssyni, föðurbróður sínum og konu hans Helgu Guðjónsdóttur, miklu myndarheimili. Einn eða tvo vetur hina næstu var hún í Reykjavík við tungumálanám. Þá var hún við farkennslu í Vesturhópi og dvaldist á Breiðabólstað hjá Herdísi föðursystur sinni Pétursdóttur og eiginmanni hennar sr. Hálfdáni, síðar vígslubiskupi á Sauðárkróki, Guðjónssyni. Tæplega tvítug að aldri, hinn 17. júní 1914, giftist Jórunn Jóni Sigfússyni prests á Mælifelli Jónssonar og konu hans Petreu Jórunn Hannesdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.