Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 58

Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 58
56 GLÓÐAFEYKIR sínum tveim og í sambýli við hina þriðju ogeiginmann hennar. Hélst svo allt til 1970, er Sigurður flutti til Sauðárkróks og dæturnar tvær, Sigríður og Halldóra, er þá höfðu raunar tekið við búi að mestu; var honum þá nokkuð farin að daprast sjón og heyrn, en andlegir kraftar óskertir; hafði þá stundað búskap í 64 ár. Þau Eggjarhjón eignuðust 7 börn. 3 drengir dóu við fæðingu en upp komust 4 börn: Þórður Skíðdal, dó hálfþrítugur árið 1932, Sigríður, lengi búandi á Egg, sjá hér að framan, dáin 28. maí 1977, Halldóra, einnig búandi á Egg, báðar til heimilis á Sauðárkróki síðustu árin og Jónína, húsfreyja á Egg, gift Jóhannesi Hannessyni, bónda þar. A vegum Sigríðar ólst upp frá eins árs aldri Unnur Jóhannesdóttir frá Geirmundarhólum í Hrolleifsdal, nú húsfreyja á Sauðárkróki; var hún ávallt sem ein af fjölskyldunni og reyndist þeim feðginum frábærlega vel. Sigurður á Egg bjó löngum stóru búi. Hann var framfaramaður í búnaði og framkvæmdamaður einn hinn mesti í þessu héraði, opinn fyrir öllum nýjungum, skorti hvorki áræði né atorku til að hrinda fram hverju því, er hann taldi að til bóta mætti horfa í búnaði, brast og hvorki framsýni né hyggindi né heldur fjármálaskyn. Vinnuharður þótti hann nokkuð, einkum framan af árum, en þó ágætur húsbóndi, krafðist mikils af öðrum, en þó jafnan mest af sjálfum sér, mat að verðleikum atorku og áhuga, en fyrirleit leti og ómennsku. Sigurði voru falin margvísleg trúnaðarstörf, sem og vænta mátti. I hreppsnefnd sat hann tvo áratugi samfleytt, í sýslunefnd 1939-1943, árum saman í stjórn búnaðarfélags og nautgriparæktarfélags, formaður skólanefndar 1924-1940 og er eigi fulltalið. Sigurður á Egg var góður meðalmaður á vöxt, hvatlegur í hreyfingum, holdgrannur, skarpleitur, hvasseygur og hvassbrýndur, fríðleiksmaður í sjón. Hann var um margt eftirminnilegur maður og undarlega saman settur. Hann var tveggja heima, veraldarhyggju og annars heims, og báðir þættir ríkir í eðli hans. Hann gat verið kaldrænn í orði og athöfn og þó hjartaheitur og mátti ekki aumt sjá. Hann var prýðilega greindur, skapríkur, kappdrægur og bráðlyndur, en hreinskilinn og hreinskiptinn, aldrei hlutlaus, aldrei hálfur, alltaf heill, gat virst ósanngjarn og viðskotaillur á stundum og var þó gæddur næmri og lifandi réttlætiskennd. Á miðjum aldri eða fyrr hlaut hann trúarlega „endurfæðingu”, ef til vill að einhverju leyti fyrir áhrif frá Arthur Gook, hinum kunna lækni og trúboða, sagði sig úr þjóðkirkjunni, felldi sig þó eigi við né gekk í neinn sértrúarsöfnuð og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.